Nær 70% hækkun gjalds vegna endurvinnslustöðva

Úr flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi. Fyrirtækið segir kostnaðinn hafa hækkað …
Úr flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi. Fyrirtækið segir kostnaðinn hafa hækkað mikið. Lægra verð fáist nú fyrir það sem fer til endurvinnslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er galin hækkun, en svar Sorpu er að þetta sé einfaldlega svona dýrt,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um hækkun sérstaks gjalds vegna endurvinnslustöðva sem innheimt er með fasteignagjöldum íbúðareigenda í höfuðborginni.

Innheimtuseðlarnir hafa verið að birtast í heimabönkum fólks að undanförnu. Hækkunin nemur 67,2%. Var gjaldið í fyrra 7.980 krónur, en er núna 13.340 krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um hækkun þessa í Morgunblaðinu í dag.

Ákvörðun um hækkunina var tekin af fulltrúum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir áramót eftir að Sorpa tilkynnti um hækkaðan rekstrarkostnað sinn sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfa að standa undir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert