Ráðherra fundar með deiluaðilum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ist ætla að hitta dei­lend­ur í sjó­manna­deild­unni á fundi í kvöld. RÚV grein­ir frá því.

Full­trú­ar sjó­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi komu til fund­ar í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara klukk­an tvö vegna kjara­deilu sjó­manna en þeir hafa verið í verk­falli frá því í des­em­ber.

Viðmæl­end­ur mbl.is eru sam­mála um að lík­ur séu á að sam­komu­lag tak­ist í kjara­deil­unni í dag.

Þor­gerður Katrín seg­ist í sam­tali við Rúv reiðubú­in að skoða al­menn­ar aðgerðir en ít­rek­ar fyrri orð um and­stöðu við sér­tæk­ar aðgerðir. „Eitt skal yfir alla ganga. Ef það er ein­hvers staðar mis­mun­un í kerf­inu er sjálfsagt að fara yfir það en ég tel mik­il­vægt að til lengri og skemmri tíma litið kom­um við upp ein­földu skatt­kerfi sem virk­ar og er gagn­sætt með upp­lýs­ing­ar fyr­ir alla.“

Hún seg­ir að það sé gott að menn ræði sam­an núna, þegar það stytt­ist von­andi í að samn­ing­ar ná­ist og rík­inu verði ekki stillt upp við vegg í þess­ari deilu. 

„Við mun­um gera allt sem hægt er að gera og skoða ef hægt er að túlka það und­ir al­menn­ar aðgerðir sem nýt­ist fleiri stétt­um en ein­ni,“ seg­ir Þor­gerður. „En ég vil ekki að við greiðum niður launa­kostnað út­gerðar­inn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert