Reyndi að hafa áhrif á framburð skipverjans

Mennirnir voru skipverjar á Polar Nanoq.
Mennirnir voru skipverjar á Polar Nanoq. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögregla telur að skipverjinn, sem enn er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, hafi reynt að hafa áhrif á framburð hins skipverjans sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Fréttatíminn segir að sá sem enn er í haldi hafi logið að hinum hvað gerðist aðfaranótt 14. janúar.

Á hann að hafa sagt hinum að tvær stelpur hafi verið í bílnum. Þó að skipverjinn sem var látinn laus sé talinn trúverðugur í yfirheyrslum hefur lögregla ekki útilokað að hann hafi átt þátt í að brjóta gegn Birnu.

Skipverjinn sem var látinn laus eftir tveggja vikna gæsluvarðhald hefur ávallt borið við minnisleysi vegna mikillar ölvunar nóttina sem Birna hvarf. Vitni hafa staðfest hve ölvaður hann var og það sést greinilega á myndbandsupptöku frá höfninni.

Frétt Fréttatímans í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert