Fyrsta loðnan til Eyja í dag

Uppsjávarveiðiskipið Østerbris.
Uppsjávarveiðiskipið Østerbris.

Norska uppsjávarskipið Osterbris frá Björgvin er væntanlegt til Vestmannaeyja snemma í dag með 450 tonn af loðnu.

Þetta er fyrsti loðnufarmurinn sem kemur til Eyja á vertíðinni og fer til vinnslu í nýju uppsjávarvinnsluhúsi Vinnslustöðvarinnar, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Vinnslustöðin hefur tekið á móti og unnið bæði makríl og síld í nýja húsinu frá því það var tekið í gagnið fyrr í vetur. „Nú er komið að loðnunni og ekki fer hjá því að spenna sé í mannskapnum að hefjast handa, þótt hjólin fari að snúast í skugga verkfalls sjómanna,“ segir á vef VSV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert