Mikil þoka á höfuðborgarsvæðinu

Þoka við Rauðavatn í dag.
Þoka við Rauðavatn í dag. mbl.is/Eggert

Mikil þoka hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins í dag. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að búist sé við að það létti aðeins til þegar líður á daginn.

„Þetta er mjög þunnt og við höfum séð að hann hefur verið að hreinsa sig aðeins hérna á suðvesturhorninu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur.

„Það er viðbúið, af því það er svo lítil hreyfing á loftinu, að þetta verði nú svona viðloðandi en muni samt sem áður eitthvað lyfta sér. Þetta er bara dautt loft, lítil hreyfing, eiginlega enginn vindur til að fara með þetta eitt eða neitt.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert