Íslendingur fannst látinn í Suður-Afríku

mbl.is/Sverrir

Karlmaður fannst látinn á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í gærmorgun en hans hafði þá verið saknað frá því á laugardagskvöldið. Víðtæk leit hafði farið fram að manninum. Fjallað hefur verið um málið í suðurafrískum fjölmiðlum.

Samkvæmt heimildum mbl.is er um að ræða 19 ára Íslending en fram kemur fréttum fjölmiðlanna að maðurinn hafi verið staddur í Suður-Afríku sem ferðamaður. Slys eiga sér reglulega stað á fjallinu og þar með talin banaslys.

Lík mannsins fannst á gönguleið í fjallinu sem nefnist Platteklip Gorge og er ein sú erfiðasta að því er segir á fréttavefnum Herald Live. Bera þurfti líkið niður af fjallinu í gær þar sem ekki var hægt að notast við kláfa vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert