Verkfallið bitnar misjafnt á höfnum

Magnús Jónasson og Orri Magnússon starfa á dragnótarbátnum Ólafi Bjarnarsyni …
Magnús Jónasson og Orri Magnússon starfa á dragnótarbátnum Ólafi Bjarnarsyni SH, hér með vænan þorsk á höfninni í Ólafsvík í gær. mbl.is/Alfons

Hið langa sjómannaverkfall hefur haft mismunandi áhrif á hafnir landsins. Hafnir á Íslandi treysta í mjög ólíkum mæli á aflagjöld, þ.e. gjöld tekin af lönduðum afla, til rekstrar síns, að því er fram kemur í skýrslu Sjávarklasans, sem birt var fyrir helgi.

Hreinræktaðar fiskihafnir, sem finnast mjög víða í þeim sveitarfélögum þar sem sjávarútvegur spilar stórt hlutverk í atvinnulífinu, treysta þannig í mun meira mæli á aflagjöld en stærri hafnir sem þjóna fjölbreyttara atvinnulífi, segir í skýrslunni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Faxaflóahafnir höfðu mestar tekjur af hafnargjöldum í fyrra eða rúmar 253 milljónir króna. Var það þó aðeins 8% af tekjum Faxaflóahafna þetta ár. Tekjur Grindavíkurhafnar voru 151,5 milljónir, sem voru 70% af heildartekjum hafnarinnar. Hæsta hlutfallið var hjá Skagastrandarhöfn, 74%, hjá Bolungarvíkurhöfn var það 72%, hjá Fjallabyggðarhöfnum 69,3%, hjá höfnum Snæfellsbæjar 65% og höfnum Dalvíkurbyggðar 61,8% svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert