Koma til að brjóta af sér

Lögreglan með þýfi úr innbrotum sem gert hefur verið upptækt.
Lögreglan með þýfi úr innbrotum sem gert hefur verið upptækt.

Um það bil helmingur af þeim erlendu föngum í íslenskum fangelsum, sem afplána dóma á ári hverju, afplánar vegna brota sem afbrotamennirnir komu gagngert hingað til lands til að fremja.

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í afbrotafræðum í umfjöllun um málefni farandafbrotamanna í Morgunblaðinu í dag. Í fréttaskýringu í blaðinu í gær var fjallað um tvær hrinur innbrota í lok síðasta árs sem framin voru með skipulögðum hætti, en þar kom fram að meðal þess sem lögregla hefði til skoðunar væri hvort erlend glæpagengi stæðu að baki brotunum. Ekki hefur tekist að upplýsa brotin eða tengja við erlend glæpasamtök.

Helgi segir að hrinur sem þessar hafi ekki sést í nokkurn tíma hér á landi, en síðast varð vart við þær kringum árin 2010 og 2011. Hrinurnar einkennist af sömu ummerkjum og verknaðaraðferðum þjófanna.

„Svona hrinur hafa komið upp áður, erlend glæpasamtök koma hingað með kort af þessu öllu og herja á þetta. Við erum að tala um nokkra tugi afbrota í svona hrinu og þá er oft fámennur hópur á bak við þau,“ segir hann.

Helgi segir þess misskilnings oft gæta í umræðu um glæpi hérlendis, að erlendir íbúar séu þar frekar að verki en Íslendingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert