Synjað um aðgang að gögnum

Réttur almennings til aðgangs að gögnum er takmarkaður samkvæmt lögum.
Réttur almennings til aðgangs að gögnum er takmarkaður samkvæmt lögum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun forsætisráðuneytis, dagsetta 16. september 2016, um að synja beiðni um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lét taka saman fyrir síðustu ríkisstjórn.

Deilt var um það hvort veita ætti aðgang að samantektinni á grundvelli upplýsingaréttar almennings sem fjallað er um í 5. gr. upplýsingalaga eða hvort upplýsingarnar lúti takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölulið 6. gr. laganna, en forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli.

Samkvæmt því ákvæði tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í skýringum forsætisráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir slíkan fund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert