Tjón okkar á mörkuðum mikið

Haldið til veiða eftir verkfall.
Haldið til veiða eftir verkfall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks og stjórnarmaður í Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda (SFU), segir ómögulegt að áætla hversu miklu tjóni fiskframleiðendur og útflytjendur hafi orðið fyrir vegna sjómannaverkfallsins, en það sé þó ljóst að tjónið sé mjög mikið.

„Auðvitað er þetta mikið tjón sem við höfum orðið fyrir,“ sagði Þorgrímur í samtali við Morgunblaðið í gær og bætti við að sjálfsagt myndi líða talsverður tími, áður en hægt væri að meta það með einhverri vissu, hversu mikið og varanlegt tjónið væri.

„Þetta er tjón fyrir okkur, fiskframleiðendur og útflytjendur, menn sem ekkert hafa gert af sér, og hafa neyðst til þess að sitja heima á meðan sjómenn og útgerðarmenn hafa rifist í tæpar tíu vikur. Þetta er mjög alvarlegt mál, því markaðir hafa tapast, kannski í einhverjum tilvikum tímabundið en í öðrum tilvikum varanlega,“ segir Þorgrímur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert