Frumvarpið fái þinglega meðferð

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég er andstæðingur frumvarpsins en við þurfum auðvitað að leyfa málinu að ganga fram,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar um svonefnt áfengisfrumvarp.

Hins vegar gagnrýndi Ásmundur þingmenn fyrir það að tala annars vegar um að tíma þingsins væri illa varið í slíkt frumvarp, sem hann væri sammála, en færu síðan hver á fætur öðrum upp í pontu til þess að ræða frumvarpið fram og til baka og lengja þannig þann tíma sem færi í umfjöllun um það. Þannig væri komið í veg fyrir að frumvarpið, sem hann sagði „óheppilegt“ fengi þinglega meðferð.

„Það verður náttúrlega að vera í þessu máli eins og öðrum, málið verður að komast til nefndar og síðan verður þingið að fá að segja skoðun sína á því. Ég verð eins og hver annar þingmaður að beygja mig undir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert