Helgihald fellur niður í dag

Langholtskirkja.
Langholtskirkja. mbl.is/Árni Sæberg

Allt helgihald í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra fellur niður í dag vegna ófærðar að höfðu samráði við lögregluna í Reykjavík.

Þetta gildir um Seltjarnarneskirkju, Neskirkju, Dómkirkjuna, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju, Grensáskirkju, Laugarneskirkju, Langholtskirkju, Áskirkju og Bústaðakirkju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti í Reykjavíkurprófastdæmi vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert