Suðurstrandarvegur ófær

Unnið er að mokstri en mikill snjór er víða á …
Unnið er að mokstri en mikill snjór er víða á Suður- og Vesturlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Ófært er í Kjósarskarði og á Suðurstrandarvegi en unnið að hreinsun.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á Fróðárheiði og Heydal.

Það er snjóþekja á vegum á Vestfjörðum og þæfingsfærð á Klettshálsi, Kleifarheiði og í Súgandafirði. Verið er að kanna færð á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum og éljagangur á norðausturhluta landsins. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og Fjarðarheiði.

Það er að mestu greiðfært með suðausturströndinni en þó eru hálkublettir á stöku stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert