Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 28% fylgis á meðal landsmanna samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur næstmest fylgi eða 23%. Staðan er nokkurn veginn sú sama og fyrir mánuði. Fjallað er um könnunina á fréttavef Ríkisútvarpsins í kvöld.

Píratar eru í þriðja sæti með 12% fylgi en mældust með 13,4% fyrir mánuði. Framsóknarflokkurinn er með 11% samanborið við 10,5% síðast. Samfylkingin mælist með 8% fylgi miðað við 7,3% fyrir mánuði. Björt framtíð er með um 6% fylgi en hafði 7,2% fyrir mánuði. Þá mælist fylgi Viðreisnar ríflega 5% sem er svipað og síðast.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 41% og dregst saman um þrjú prósentustig.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 1. - 28. febrúar. Heildarúrtakið var 5.557 og þátttökuhlutfall 56,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert