Minnki kostnaðarþátttöku sjúklinga

Óttarr Proppé.
Óttarr Proppé. mbl.is/Eggert

Mikilvægt er að taka á ójafnræði í kostnaðarþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu, eftir því hvaða meðferð þeir þurfa. Þetta sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á Alþingi í dag.

Lilja spurði ráðherrann hvað honum fyndist sanngjarnt þak á greiðsluþátttöku sjúklinga, í krónum talið, og hvort til skoðunar væri að sameina þak á sjúkrakostnað, lyfjakostnað og stoðkostnað.

Óttarr sagði að illþyrmileg ábending hefði falist í skýrslu ASÍ á síðasta ári, sem sýndi að hlutfall einstaklinga í kostnaðarþáttöku hafði aukist um helming eða meira á tveimur áratugum, í hátt í 18% þegar mest var.

Þó hefði það á síðustu misserum náð niður í um 17%, en á Norðurlöndunum væri hlutfallið í kringum 16-17%.

Sagði hann mikilvægt að stefna að því að Íslendingar stæðu sig ekki verr í þessum efnum en nágrannar okkar á Norðurlöndum. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að minnka hlutfallið enn frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert