Þakkar Akureyringum góða veðrið

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur funda nú saman í Ráðhúsi Reykjavíkur en þetta er í fjórða sinn sem sameiginlegur fundur þessara tveggja sveitarfélaga er haldinn.

Áður höfðu borgarfulltrúar tvívegis farið til Akureyrar og bæjarfulltrúar koma nú til höfuðborgarinnar í annað sinn.

Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar heldur tölu við upphafi fundarins.
Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar heldur tölu við upphafi fundarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vil þakka Akureyringum fyrir að hafa tekið góða veðrið með sér en borgin skartar sínu fegursta, þó að ég segi sjálfur frá,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við upphaf fundarins.

Markmið fundarins er að ræða sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna tveggja og efla kynni borgarfulltrúa Reykjavíkur og bæjarfulltrúa Akureyrar en alls komu 11 bæjarfulltrúar ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra Akureyrar, og aðstoðarmanni hans til Reykjavíkur.

Rætt verður um lýðræðismál og umhverfis- og loftslagsmál á fundinum, sem hægt er að fylgjast með hér.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert