„Mjög þungt fyrir marga“

Meðalverð á óslægðum þorski var um 170 krónur á kílóið …
Meðalverð á óslægðum þorski var um 170 krónur á kílóið á föstudaginn, borið saman við 240-250 krónur fyrir ári. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mikil styrking krónunnar er farin að ógna afkomu smærri útgerða á Snæfellsnesi og hafa þær jafnvel brugðist við þróuninni með því að draga úr sókninni.

Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri í Rifi, segir þróunina áhyggjuefni fyrir íslenskan sjávarútveg. Snæfellsnes sé einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem einstaklingsútgerð sé enn stunduð. Vegna gengisstyrkingarinnar séu yfir 10 útgerðir farnar að draga saman seglin og sækja minna á miðin.

„Sumir róa nú kannski aðeins 2 til 3 daga í viku. Með því er verið að minnka framboð á fiskmörkuðum og því eru meiri líkur á að fá betra verð með minna framboði. Þorskurinn og aðrar botnfisktegundir seljast nú á allt að 50% lægra verði í krónum talið á fiskmörkuðum en á sama tíma í fyrra. Þá var algengt að fá rúmar 300 krónur á kílóið en nú nær verðið ekki 200 krónum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert