Meðferðarheimili barna í óvissu

Meðferðarheimili fyrir börn hefur ekki verið fundinn staður.
Meðferðarheimili fyrir börn hefur ekki verið fundinn staður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hugmyndir um að byggja meðferðarheimili fyrir börn í Reykjavík hafa verið uppi síðan 2011. Hinsvegar hefur gengið hægt að finna stað fyrir heimilið og koma verkefninu af stað.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir nauðsynlegt að opna meðferðarheimili með stigskiptri meðferð hérlendis.

Hingað til hafa börn sem leiðst hafa út í afbrot verið vistuð á meðferðarstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins og segir Bragi nauðsynlegt að slík aðstaða verði á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við sérfræðinga. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag tekur Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, undir með Braga og segir brýnt að verkefnið fari að klárast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert