Baldur í stað Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí. Breiðafjarðarferjan Baldur mun í maí sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan á slipptökunni stendur.

Herjólfur mun sigla skv. áætlun til 1. maí. Baldur mun sigla samkvæmt áætlun á Breiðafirði 30. apríl og hefji siglingar frá Vestmannaeyjum 2. maí og er stefnt að því að Baldur verði aftur kominn aftur í áætlun á Breiðafirði sunnudaginn 21. maí, að því er segir í frétt á Eyjar.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert