Þorsteinn kynnti jafnlaunastaðalinn

Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, flutti í gær erindi um innleiðingu jafnlaunastaðals og lögfestingu jafnlaunavottunar á ráðstefnu Íslands, Sviss og Suður-Afríku á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum.

Fundurinn var haldinn í samstarfi við Alþjóðavinnumálastofnunina og UN Women og vakti hann mikla athygli meðal viðstaddra.

Einnig komu fram þær Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women, leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Patricia Arquette, Abby Wambach, heimsmeistari og tvöfaldur ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu í knattspyrnu, og Manuela Tomei, framkvæmdastjóri jafnréttissviðs Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert