Músagildrur voru settar í bílaleigubíla í vetur

Bílaleigur hafa þurft að kalla á meindýraeyði vegna músagangs.
Bílaleigur hafa þurft að kalla á meindýraeyði vegna músagangs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikill músagangur hefur verið víða upp á síðkastið. Meðal annars hefur borið á músunum á svæði í Keflavík þar sem margir bílaleigubílar eru geymdir yfir veturinn.

Komust hagamýs inn í bíla og var meindýraeyðir kallaður til að fjarlægja þær, að því er fram kemur í umfjöllun um músagang þennan, orsakir hans og afleiðingar í Morgunblaðinu í dag.

„Það hefur verið aðeins meira af hagamús en venjulega, veðráttan er svo góð. Hún er úti um allt. Síðasta ár var gott hjá músinni og það stefnir aftur í gott músaár,“ segir Ragnar Guðlaugsson meindýraeyðir í blaðinu. Hann segir að alltaf hefði verið talsvert um mýs í kringum hesthúsahverfið vestast í Keflavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert