Frönsk listflugsveit á Íslandi

mbl.is/Hilmar Bragi

Elsta listflugsveit heims, hin franska Patrouille de France, er stödd hér á landi. Hefur hún hér viðkomu á leið sinni yfir Atlantshafið, en samkvæmt dagskrá sveitarinnar lendir hún í bænum Bagotville í Quebec í Kanada síðar í dag.

Vestanhafs mun hún halda níu sýningar á næstu vikum, auk fjölda annarra smærri viðburða, að því er fram kemur á vefnum The Aviationist.

Meðfylgjandi myndir náðust af vélunum á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag, en með í för var stór Airbus-þota og flugvél af gerðinni Falcon.

Sveitin hóf að fljúga árið 1931 en lagðist af í síðari heimsstyrjöldinni. Hóf hún sig til lofts á ný árið 1954 og hefur ekki stöðvað síðan.

mbl.is/Hilmar Bragi
mbl.is/Hilmar Bragi
mbl.is/Hilmar Bragi
mbl.is/Hilmar Bragi
Dagskrá sveitarinnar á næstu vikum.
Dagskrá sveitarinnar á næstu vikum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert