Gerður gjaldþrota vegna fjársvika

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á að bú manns, sem var dæmdur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að láta níræðan mann leggja 42 milljónir króna inn á reikning sinn, verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Á vef Rúv kemur fram að maðurinn hafi verið alzheimer-sjúklingur.

Maðurinn var í Héraðsdómi Austurlands 7. júlí 2016 dæmdur til að greiða hinum níræða manni, sem nú er látinn, upphæðina.

Á grundvelli héraðsdóms var 4. október 2016 gert árangurslaust fjárnám hjá hinum dæmda manni.

Þess var í framhaldinu krafist að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta en Héraðsdómur Suðurlands hafnaði því.

Dánarbú mannsins kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar 21. febrúar.

Auk þess að úrskurða um að búið yrði tekið til gjaldþrotaskipta úrskurðaði Hæstiréttur í gær að maðurinn skuli jafnframt greiða dánarbúinu 500 þúsund krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert