Beitt ofbeldi í Bræðratungu

Halldóra dvaldi á Bræðratungu á Vestfjörðum.
Halldóra dvaldi á Bræðratungu á Vestfjörðum. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Þroskaskert stúlka var beitt ofbeldi og þvingunum þegar hún dvaldi á vistheimilinu Bræðratungu á Ísafirði.

Starfsmaður notaði nál til að hóta henni auk þess sem hún var lokuð inni og matur tekinn af henni ef hún hlýddi ekki, að því er kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Faðir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki fengið upplýsingar og verið hvött til að skipta sér ekki af.

Halldóra Guðmundsdóttir hóf dvölina í Bræðratungu þegar hún var tíu ára.

Guðmundur Halldórsson, faðir Halldóru.
Guðmundur Halldórsson, faðir Halldóru. Ljósmynd/Skjáskot af síðu Rúv

Að sögn föður hennar, Guðmundar Halldórssonar, reyndi hún frá fyrstu tíð að gera þeim grein fyrir því að hún vildi ekki vera þar.

Hann sagði að Halldóra hafi stundum verið lokuð inni í herbergi og dæmi séu um að hún hafi skaðað sig.

Hann greindi einnig frá því að Halldóra hafi verið beitt ofbeldi í Bræðratungu en telur að það hafi gerst einu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert