Færri í smíðum í borginni

2.947 íbúðir í fjölbýli eru í smíðum á höfuðborgarsvæðinu, 185 …
2.947 íbúðir í fjölbýli eru í smíðum á höfuðborgarsvæðinu, 185 rað- og parhús og 123 einbýli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls eru 3.255 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins (SI) og hefur þeim fjölgað um 10% frá í september.

Færri íbúðir eru þó í byggingu í Reykjavík um þessar mundir en var fyrir hálfu ári. Núna eru samtals 1.228 íbúðir í byggingu í borginni skv. talningu SI en þær voru 1.266 í september. Í Kópavogi hefur íbúðum í smíðum fjölgað frá í haust eða um 118 og í Garðabæ er núna verið að byggja 126 fleiri íbúðir en komu fram í talningu SI í september sl.

Þó að íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað dugar það engan veginn til að mæta eftirspurn, að því er fram kemur í umfjöllun um húsnæðisvandann í höfuðborginni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert