Þrír lentu í snjóflóði í Botnsdal

Fjöllin fyrir botni Súgandafjarðar þar sem snjóflóðið féll.
Fjöllin fyrir botni Súgandafjarðar þar sem snjóflóðið féll. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þrír menn lentu í snjóflóði sem féll í Botnsdal við Súgandafjörð um hálfáttaleytið í gærkvöldi og slasaðist einn þeirra og var fluttur á sjúkrahús.

Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum þá voru fjórir menn á fjallaskíðum þegar flóðið féll.  Einn þeirra náði að skíða frá flóðinu, en hinir þrír urðu undir því. Náðu tveir þeirra að losa sig sjálfir úr flóðinu og losuðu þeir síðan í sameiningu þann þriðja. Sá slasaðist, en ekki lífshættulega, og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Að sögn lögreglu var flóðið nokkuð breitt, en snjór hefur safnast í fjöll og er töluverð snjóflóðahætta á þessum slóðum samkvæmt upplýsingum Veðurstofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert