Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Ráðherrarnir undirrita samstarfsyfirlýsinguna.
Ráðherrarnir undirrita samstarfsyfirlýsinguna. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Yfirlýsingin byggir á samstarfsyfirlýsingu frá árinu 2014.

Ráðherrarnir eru sammála um að halda verkefninu áfram með áherslu á samráð á landsvísu milil félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis, lögreglu og ákæruvalds í því skyni að efla aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.

Samstarfinu er einkum ætlað að ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis, og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert