Anya Hrund vann Söngkeppni Samfés

Anya Hrund flutti lag sitt In the end.
Anya Hrund flutti lag sitt In the end. Ljósmynd/Samfés

Anya Hrund Shaddock úr félagsmiðstöðinni Hellinum frá Fáskrúðsfirði vann Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll í dag.

Í tilkynningu frá Samfés kemur fram að Anya hafi sigraði hug og hjörtu allra í troðfullri Laugardalshöll þegar hún söng lagið sitt In the end. Í öðru sæti lenti Sara Guðfinnsdóttir úr félagsmiðstöðinni Óðal frá Borgarnesi með lagið We don‘t need to take our clothes of og í því þriðja var Júlíus Viggó Ólafsson úr félagsmiðstöðinni Skýjaborg en hann flutti lagið Piano man.

Félagsmiðstöðin 105 fékk sérstök hvatningaverðlaun en þær Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, Hulda Kristín Hauksdóttir og Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkman tóku frumsamið lag, Sleepwalking.

Þá fengu þau Karen Hekla Grönli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz verðlaun fyrir besta flutning dagsins með laginu Lost boy.

Í dómnefnd sátu Arnar Þór Gíslason, Lára Rúnarsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir, Rakel Pálsdóttir og Sylvia Erla Melsted.

Söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, er hluti af SamFestingnum – stærstu unglingaskemmtun landsins.  Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í Laugardalshöll í dag en keppnin var send út í beinni útsendingu á RÚV.

Hægt er að sjá öll atriðin inni á krakkaruv.is/samfes

 Í gærkvöldi fylltu 4.600 unglingar höllina og fylgdust með tónleikum þar sem fram komu DJ AquaDream, DJ Dagur, Hljómsveitin Trausti og Gylfi, Sylvía Erla, Hildur, DJ Sunna Ben, Sturla Atlas, Best of 12:00 ásamt Áttunni og Páll Óskar. Allt tónlistarfólk á SamFestingnum er valið af Ungmennaráði Samfés.

Sara Guðfinnsdóttir var í öðru sæti og Júlíus Viggó Ólafsson …
Sara Guðfinnsdóttir var í öðru sæti og Júlíus Viggó Ólafsson í því þriðja.
Þau Karen Hekla Grönli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar …
Þau Karen Hekla Grönli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz verðlaun fyrir besta flutning dagsins með laginu Lost boy. Ljósmynd/Samfés
Félagsmiðstöðin 105 fékk sérstök hvatningaverðlaun en þær Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, …
Félagsmiðstöðin 105 fékk sérstök hvatningaverðlaun en þær Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, Hulda Kristín Hauksdóttir og Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkman tóku frumsamið lag, Sleepwalking.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert