Líkur á mikilli svifryksmengun næstu daga

Hætt er við svifryksmengun þegar vindur er hægur og götur …
Hætt er við svifryksmengun þegar vindur er hægur og götur þurrar. mbl.is/RAX

Styrkur svifryks er hár við helstu umferðargötur borgarinnar samkvæmt mælingum við Grensásveg. Vindur er hægur og götur þurrar og því þyrlast ryk auðveldlega upp.

Um kl. 13 var hálftímagildi svifryks á Grensásvegi 77,84 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhringsheilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

„Haldist veður óbreytt er hætta á að svifryk fari yfir þau mörk,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að líkur séu á að svifryksmengun verði áfram mikil næstu daga, þar sem spáð er hægum vindi og lítilli sem engri úrkomu.

„Bent skal á að svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inni í íbúðarhverfum fjær umferð. Búast má við toppum í svifryksmengun á umferðarálagstímum á morgnana, í hádeginu og síðdegis.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á www.reykjavik.is/loftgaedi en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík, m.a. mælistöð á Grensásvegi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert