Tuttugu sagt upp í Hafnarfirði

Fiskvinnsla í félaginu í Hafnarfirði. Mynd úr safni.
Fiskvinnsla í félaginu í Hafnarfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rekstrarfélag Eskju ehf. hefur selt bolfiskvinnslu félagsins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði og hættir rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, sem er dótturfélag Eskju hf.

Ástæða sölunnar er sögð breytt rekstrarumhverfi í vinnslu á bolfiski og einnig breyttar áherslur í rekstri félagsins með tilkomu nýs uppsjávarfrystihúss á Eskifirði, að því er segir í tilkynningunni.

Félagið muni þá í kjölfarið einbeita sér enn frekar að uppsjávarveiðum og vinnslu, ásamt því að halda áfram frekari uppbyggingu á Eskifirði.

Kaupandi vinnslunnar mun vera Fiskvinnslan Kambur ehf. í Hafnarfirði, sem mun flytja starfsemi sína í húsnæðið á næstu mánuðum.

Breytingarnar hafa í för með sér uppsagnir 20 starfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert