Ánægð með besta tilboðið

Þannig liti Sólvangur í Hafnarfirði út eftir stækkun.
Þannig liti Sólvangur í Hafnarfirði út eftir stækkun.

Fjögur tilboð bárust vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði, en opnað var fyrir tilboð í gær. Með heimilinu bætast við 60 rými.

Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar var 1.515.686.540 kr., en lægsta tilboð barst frá Munck Íslandi upp á ríflega 1.460 milljónir kr.

Ístak hf. bauð ríflega 1.687 milljónir kr., Eykt ehf. bauð rúmar 1.599 milljónir kr. og Jáverk ehf. bauð rúmar 1.658 milljónir krónur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka