Andlát: Sveinn Sæmundsson

Sveinn Sæmundsson
Sveinn Sæmundsson

Sveinn Sæmundsson, rithöfundur og fyrrverandi blaðafulltrúi, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi sunnudaginn 26. mars á 94. aldursári.

Sveinn fæddist 9. apríl 1923 í Vestri-Leirárgörðum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Sæmundur Eggertsson og Karólína Stefánsdóttir.

Sveinn hlaut meistararéttindi í rafvélavirkjun 1950 og fór til framhaldsnáms í Kanada og Þýskalandi. Hann starfaði sem rafvélavirki á skipum Eimskipafélags Íslands. Hann varð blaðamaður á Tímanum 1956 og síðar á Alþýðublaðinu. Sveinn var blaðafulltrúi Flugfélags Íslands 1957-74. Þá varð hann blaðafulltrúi Flugleiða hf. og forstöðumaður kynningardeildar félagsins um árabil. Sem slíkur vann hann mikið að landkynningu.

Sveinn skrifaði 11 bækur um sjómennsku og flug. Auk þess var hann annar tveggja ritstjóra atvinnuflugsögu Íslands 1937-87. Einnig skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit og gerði viðtalsþætti fyrir útvarp og sjónvarp.

Fyrri eiginkona Sveins var Hrefna Guðmundsdóttir og eignuðust þau tvær dætur, Kolbrúnu og Erlu. Hrefna og Sveinn skildu. Eftirlifandi eiginkona Sveins er María Jónsdóttir og eignuðust þau tvo syni, Goða og Sindra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert