Margoft bent Þjóðskrá á áhættuna

Íslensk vegabréf.
Íslensk vegabréf. mbl.is/Golli

Pósturinn segir að fyrirtækið hafi margoft bent Þjóðskrá á að ekki sé æskilegt að senda vegabréf með almennum bréfapósti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Pósturinn benti á að það er sendandinn, Þjóðskrá, sem velur þessa leið en almennur bréfapóstur er hvorki rekjanlegur né tryggður.

„Vegabréf eru send í almennum bréfapósti og er það sendandi sem velur þá þjónustuleið. Pósturinn hefur margoft bent Þjóðskrá á að almennur bréfapóstur er hvorki rekjanlegur né tryggður í þessu sambandi og vakið athygli á því að senda ætti vegabréf og önnur persónuleg skilríki í rekjanlegum pósti en ekki hefur verið brugðist við þessum ábendingum,“ segir í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert