Vill skapa sátt um sjávarútveginn

„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með ...
„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram,“ segir Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra.

Tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á þeim tíma hefur hún látið hendur standa fram úr ermum enda þarf að takast á við við margar áskoranir á kjörtímabilinu.

Þorgerður segist una sér vel í nýja starfinu.

„Þetta er að mínu mati eitt áhugaverðasta ráðuneytið en að mörgu leyti standa bæði sjávarútvegur og landbúnaður á tímamótum. Sjávarútvegurinn hefur tekið stórstígum framförum og eflst gríaðrlega á undanförnum 25-30 árum, og ákveðnar breytingar að eiga sér stað í landbúnaði sem ég held að muni verða til þess að greinin muni fljótlega standa frammi fyrir svipuðum tækifærum og sjávarútvegurinn. Matvælageirinn almennt hefur ýmis sóknarfæri.“

Móta þurfi stefnu fyrir fiskeldi

Hvað sjávarútveginn snertir vill Þorgerður leggja áherslu á þrjú meginatriði.

„Stóra málið er að skapa sátt um sjávarútveginn og þær greiðslur sem atvinnugreinin reiðir af hendi fyrir aðganginn að auðlindinni. Mikið er í húfi og markmið mitt að fyrir næstu kosningar verði hvorki sjávarútvegur né landbúnaður bitbein stjórnmálaflokkanna, og að umræðan snúist um hvernig megi byggja þessar atvinnugreinar upp í stað þess að rífast um umgjörð og skipulag,“ segir Þorgerður.

„Í öðru lagi þarf að móta stefnu fyrir fiskeldi svo að atvinnugreinin geti vaxið á skynsamlegan hátt, í sátt við náttúruna og samfélögin þar sem uppbyggingin mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hef ég mikinn áhuga á að skoða betur markaðsmál sjávarútvegsins og hvernig styrkja má Ísland enn frekar sem framleiðsluland gæðamatvæla.“

Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr ...
Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóg komið af átökum

Þorgerðar bíður því ærinn starfi enda hefur það verið eitt helsta áhugamál landsmanna undanfarna áratugi að karpa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Segir Þorgerður nóg komið af átökum og tími til kominn fyrir alla að leggja frá sér vopnin og leita frekar sátta.

„Ég held að fólk sé ekki óánægt með sjálfa fiskveiðistjórnunina heldur snýr gagnrýnin aðallega að því hver á að fá meiri eða minni hlutdeild að aflanum, hvort fyrirkomulag strandveiða á að vera á þennan eða hinn veginn, og hvort sanngjarnt gjald sé greitt fyrir aðganginn að þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar,“ útskýrir ráðherra.

„Ég held að lykillinn að því að skapa sátt sé að útgerðin greiði aukið gjald í sameiginlega sjóði samfélagsins.“

Miskunnarlaus samkeppni nágrannalanda

Vill Þorgerður skoða svokallaða markaðsleið, en útfæra veiðigjöld um leið með þeim hætti að skapi öryggi og stöðugleika í sjávarútveginum. Gæti reynst ágætis málamiðlun, ef veiðileyfagjaldið er hækkað, að beina hluta af gjaldinu beint í markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir.

„Okkar helstu samkeppnisþjóðir og nágrannalönd, s.s. Noregur og Færeyjar, eru orðin mjög sókndjörf á erlendum mörkuðum og er samkeppnin miskunnarlaus. Mætti hugsanlega fjármagna öflugt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir með því að eyrnamerkja hluta af veiðigjaldinu, með ákveðinum skilyrðum, markaðsátaki eða markaðsskrifstofu fyrir íslenskan fisk. Þessa hugmynd er vert að skoða og útfæra betur. “

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá ...
„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi,“ segir ráðherrann. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ábyrgur vöxtur fiskeldis

Vöxtur íslensks fiskeldis hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Fiskeldisfyrirtækin, sem áður virtust oft eiga í miklu basli, dafna núna vel og líta út fyrir að vera í stakk búin til að stækka hratt. „Ég ræddi nýlega við mann úr norska fiskeldisgeiranum og benti hann mér á að þar í landi hefði greinin farið af stað snemma á 8. áratugnum og þurfti nokkur gjaldþrot áður en þeim tókst að ná góðum tökum á fiskeldinu. Ég held því að þroskaferli íslensks fiskeldis sé ekki óvenjulegt,“ segir Þorgerður.

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi. Gera þarf mjög ítarlegar kröfur um umhverfisvernd og ábyrgan vöxt. Fiskeldið má ekki skaða lífríkið í fjörðunum og alls ekki skemma villta stofna, auk þess að eðlilegt er að gera kröfu um auðlindagjald í einhverju formi.“

Þurfum ekki að finna upp hjólið

Hvað varðar gjaldtöku af fiskeldi segir Þorgerður að æskilegt sé að gjaldið renni að miklu eða öllu leyti til þeirar sveitarfélaga þar sem fiskeldið er rekið. „Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram.“

Vill Þorgerður að fiskeldið stækki á réttum hraða. „Ég hef hvatt fiskeldisfyirrtækin til að kunna sér hóf. Það þarf að byggja greinina upp á ábyrgan hátt og ekki líta á vöxtinn sem kapphlaup. Ef skynsemin ræður ferðinni, reglurnar eru skýrar og ekki vaðið fram, þá höfum við alla burði til að gera Ísland að mjög öflugri fiskeldisþjóð. Við þurfum ekki að finna upp hjólið og getum lært mikið af Norðmönnum og þeim stífu reglum og ströngu kröfum um aðbúnað í fiskeldi sem þar gilda.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...