Vill skapa sátt um sjávarútveginn

„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með ...
„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram,“ segir Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra.

Tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á þeim tíma hefur hún látið hendur standa fram úr ermum enda þarf að takast á við við margar áskoranir á kjörtímabilinu.

Þorgerður segist una sér vel í nýja starfinu.

„Þetta er að mínu mati eitt áhugaverðasta ráðuneytið en að mörgu leyti standa bæði sjávarútvegur og landbúnaður á tímamótum. Sjávarútvegurinn hefur tekið stórstígum framförum og eflst gríaðrlega á undanförnum 25-30 árum, og ákveðnar breytingar að eiga sér stað í landbúnaði sem ég held að muni verða til þess að greinin muni fljótlega standa frammi fyrir svipuðum tækifærum og sjávarútvegurinn. Matvælageirinn almennt hefur ýmis sóknarfæri.“

Móta þurfi stefnu fyrir fiskeldi

Hvað sjávarútveginn snertir vill Þorgerður leggja áherslu á þrjú meginatriði.

„Stóra málið er að skapa sátt um sjávarútveginn og þær greiðslur sem atvinnugreinin reiðir af hendi fyrir aðganginn að auðlindinni. Mikið er í húfi og markmið mitt að fyrir næstu kosningar verði hvorki sjávarútvegur né landbúnaður bitbein stjórnmálaflokkanna, og að umræðan snúist um hvernig megi byggja þessar atvinnugreinar upp í stað þess að rífast um umgjörð og skipulag,“ segir Þorgerður.

„Í öðru lagi þarf að móta stefnu fyrir fiskeldi svo að atvinnugreinin geti vaxið á skynsamlegan hátt, í sátt við náttúruna og samfélögin þar sem uppbyggingin mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hef ég mikinn áhuga á að skoða betur markaðsmál sjávarútvegsins og hvernig styrkja má Ísland enn frekar sem framleiðsluland gæðamatvæla.“

Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr ...
Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóg komið af átökum

Þorgerðar bíður því ærinn starfi enda hefur það verið eitt helsta áhugamál landsmanna undanfarna áratugi að karpa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Segir Þorgerður nóg komið af átökum og tími til kominn fyrir alla að leggja frá sér vopnin og leita frekar sátta.

„Ég held að fólk sé ekki óánægt með sjálfa fiskveiðistjórnunina heldur snýr gagnrýnin aðallega að því hver á að fá meiri eða minni hlutdeild að aflanum, hvort fyrirkomulag strandveiða á að vera á þennan eða hinn veginn, og hvort sanngjarnt gjald sé greitt fyrir aðganginn að þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar,“ útskýrir ráðherra.

„Ég held að lykillinn að því að skapa sátt sé að útgerðin greiði aukið gjald í sameiginlega sjóði samfélagsins.“

Miskunnarlaus samkeppni nágrannalanda

Vill Þorgerður skoða svokallaða markaðsleið, en útfæra veiðigjöld um leið með þeim hætti að skapi öryggi og stöðugleika í sjávarútveginum. Gæti reynst ágætis málamiðlun, ef veiðileyfagjaldið er hækkað, að beina hluta af gjaldinu beint í markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir.

„Okkar helstu samkeppnisþjóðir og nágrannalönd, s.s. Noregur og Færeyjar, eru orðin mjög sókndjörf á erlendum mörkuðum og er samkeppnin miskunnarlaus. Mætti hugsanlega fjármagna öflugt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir með því að eyrnamerkja hluta af veiðigjaldinu, með ákveðinum skilyrðum, markaðsátaki eða markaðsskrifstofu fyrir íslenskan fisk. Þessa hugmynd er vert að skoða og útfæra betur. “

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá ...
„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi,“ segir ráðherrann. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ábyrgur vöxtur fiskeldis

Vöxtur íslensks fiskeldis hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Fiskeldisfyrirtækin, sem áður virtust oft eiga í miklu basli, dafna núna vel og líta út fyrir að vera í stakk búin til að stækka hratt. „Ég ræddi nýlega við mann úr norska fiskeldisgeiranum og benti hann mér á að þar í landi hefði greinin farið af stað snemma á 8. áratugnum og þurfti nokkur gjaldþrot áður en þeim tókst að ná góðum tökum á fiskeldinu. Ég held því að þroskaferli íslensks fiskeldis sé ekki óvenjulegt,“ segir Þorgerður.

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi. Gera þarf mjög ítarlegar kröfur um umhverfisvernd og ábyrgan vöxt. Fiskeldið má ekki skaða lífríkið í fjörðunum og alls ekki skemma villta stofna, auk þess að eðlilegt er að gera kröfu um auðlindagjald í einhverju formi.“

Þurfum ekki að finna upp hjólið

Hvað varðar gjaldtöku af fiskeldi segir Þorgerður að æskilegt sé að gjaldið renni að miklu eða öllu leyti til þeirar sveitarfélaga þar sem fiskeldið er rekið. „Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram.“

Vill Þorgerður að fiskeldið stækki á réttum hraða. „Ég hef hvatt fiskeldisfyirrtækin til að kunna sér hóf. Það þarf að byggja greinina upp á ábyrgan hátt og ekki líta á vöxtinn sem kapphlaup. Ef skynsemin ræður ferðinni, reglurnar eru skýrar og ekki vaðið fram, þá höfum við alla burði til að gera Ísland að mjög öflugri fiskeldisþjóð. Við þurfum ekki að finna upp hjólið og getum lært mikið af Norðmönnum og þeim stífu reglum og ströngu kröfum um aðbúnað í fiskeldi sem þar gilda.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...