Orrustuþota í vandræðum

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Isavia.

Flugstjóri orrustuþotu sem er hér við loftrýmisgæslu lenti í vandræðum þegar hann var að búa þotuna undir lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Um bilun í hjólabúnaði var að ræða en lendingin tókst áfallalaust, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia.

Töluverður viðbúnaður var á flugvellinum vegna þessa en vettvangurinn hefur verið tryggður segir Guðni í samtali við mbl.is.

Orrustuþotan lenti á austur-/vesturflugbrautinni og er norður-/suðurflugbrautin nú í notkun fyrir brottfarir flugvéla frá Keflavíkurflugvelli. 

Að sögn Guðna getur þetta þýtt einhverjar seinkanir á komu flugvéla en gert er ráð fyrir að starfsemin verði komin í eðlilegt horf fyrir klukkan 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert