Ríkið fer ekki upp fyrir Salek-línuna

Launaþróun á tímabilinu 2013 til 2018.
Launaþróun á tímabilinu 2013 til 2018. mbl.is

„Ríkið skuldbatt sig til þess að halda sig innan rammasamkomulagsins sem gert var í kjölfar Salek, og allar okkar viðræður ganga út frá því,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins.

Kjaraviðræður eru í gangi við Læknafélag Íslands og framundan eru viðræður við bæði félög háskólamanna og kennara á árinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ríki og sveitarfélög telja sig skuldbundin til þess að fylgja sameiginlegum kostnaðarramma sem lagður var með Salek-samkomulaginu, sem er rammasamkomulag aðila á vinnumarkaði frá í október 2015. Ekki verði samið umfram Salek-línuna í þeim viðræðum sem framundan eru á árinu. Þetta kemur fram í gögnum fundar Þjóðhagsráðs í vikunni, þar sem fjallað var m.a. um stöðu efnahagsmála, nýtt vinnumarkaðslíkan og kjarasamninga sem blasa við á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert