Veður hindraði ekki hátíðarhöld

Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn ...
Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó að veðrið hafi ef til vill ekki verið eins og á sólríkum sumardegi var sumardagurinn fyrsti þó haldinn hátíðlegur víða í dag. Í Reykjavík var haldið upp á daginn í öllum hverfum borgarinnar með tilheyrandi lúðrablæstri, skrúðgögnum, blöðrum og hoppuköstulum svo fátt eitt sé nefnt. 

Dr. Bæk hefur verið á vappi um borgina í dag og býður fólki að mæta með hjólin sín í ástandsskoðun fyrir sumarið og frítt var í sund í Árbæjarlaug. Skrúðgöngur voru á fimm stöðum í Reykjavík og boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í hverju hverfi en nánarmá lesa um dagskrána á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi.
Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Venju samkvæmt stóð skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá í Kópavogi. Hófst hún með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 en skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna. Í Fífunni verður svo boðið upp á skemmtiatriði, hoppukastala, gleði og glens auk þess sem sumarbyrjun er fagnað á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi, á Bókasafninu, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni.

Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði var einnig haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts bauð bæjarbúum út að sigla, Víðavangshlaup Hafnarfjarðar var ræst klukkan 11 og í hádeginu grillaði bæjarstjórinn fyrstu pylsurnar í nýbyggðu grillhúsi á Víðistaðatúni. Þá var skrúðganga á sínum stað, kassabílarall og fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni.

Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga ...
Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skátafélagið Vífill, sem fagnar 50 ára afmæli í ár, annaðist hátíðardagskrá í Garðabæ en þar fer fram skatamessa í Vídalínskirkju kl. 14.00 og skrúðganga að henni lokinni. Þá tekur við hátíðardagskrá í Hofsstaðaskóla, skátakaffi og kökuhlaðborð og tónlistaratriði.

Skátafélagið Mosverjar í samstarfi við Mosfellsbæ stóð einnig fyrir skemmtidagskrá, skrúðgöngu og hátíðarhöldum við íþróttamiðstöðina að Varmá og standa hátíðarhöld yfir til kl. 16.00 í dag.

Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum.
Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk ...
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk lét þó ekki veðrið á sig fá. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta.
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...