Veður hindraði ekki hátíðarhöld

Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn ...
Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó að veðrið hafi ef til vill ekki verið eins og á sólríkum sumardegi var sumardagurinn fyrsti þó haldinn hátíðlegur víða í dag. Í Reykjavík var haldið upp á daginn í öllum hverfum borgarinnar með tilheyrandi lúðrablæstri, skrúðgögnum, blöðrum og hoppuköstulum svo fátt eitt sé nefnt. 

Dr. Bæk hefur verið á vappi um borgina í dag og býður fólki að mæta með hjólin sín í ástandsskoðun fyrir sumarið og frítt var í sund í Árbæjarlaug. Skrúðgöngur voru á fimm stöðum í Reykjavík og boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í hverju hverfi en nánarmá lesa um dagskrána á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi.
Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Venju samkvæmt stóð skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá í Kópavogi. Hófst hún með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 en skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna. Í Fífunni verður svo boðið upp á skemmtiatriði, hoppukastala, gleði og glens auk þess sem sumarbyrjun er fagnað á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi, á Bókasafninu, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni.

Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði var einnig haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts bauð bæjarbúum út að sigla, Víðavangshlaup Hafnarfjarðar var ræst klukkan 11 og í hádeginu grillaði bæjarstjórinn fyrstu pylsurnar í nýbyggðu grillhúsi á Víðistaðatúni. Þá var skrúðganga á sínum stað, kassabílarall og fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni.

Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga ...
Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skátafélagið Vífill, sem fagnar 50 ára afmæli í ár, annaðist hátíðardagskrá í Garðabæ en þar fer fram skatamessa í Vídalínskirkju kl. 14.00 og skrúðganga að henni lokinni. Þá tekur við hátíðardagskrá í Hofsstaðaskóla, skátakaffi og kökuhlaðborð og tónlistaratriði.

Skátafélagið Mosverjar í samstarfi við Mosfellsbæ stóð einnig fyrir skemmtidagskrá, skrúðgöngu og hátíðarhöldum við íþróttamiðstöðina að Varmá og standa hátíðarhöld yfir til kl. 16.00 í dag.

Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum.
Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk ...
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk lét þó ekki veðrið á sig fá. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta.
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

Í gær, 16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

Í gær, 16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
 
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...