Veður hindraði ekki hátíðarhöld

Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn ...
Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó að veðrið hafi ef til vill ekki verið eins og á sólríkum sumardegi var sumardagurinn fyrsti þó haldinn hátíðlegur víða í dag. Í Reykjavík var haldið upp á daginn í öllum hverfum borgarinnar með tilheyrandi lúðrablæstri, skrúðgögnum, blöðrum og hoppuköstulum svo fátt eitt sé nefnt. 

Dr. Bæk hefur verið á vappi um borgina í dag og býður fólki að mæta með hjólin sín í ástandsskoðun fyrir sumarið og frítt var í sund í Árbæjarlaug. Skrúðgöngur voru á fimm stöðum í Reykjavík og boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í hverju hverfi en nánarmá lesa um dagskrána á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi.
Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Venju samkvæmt stóð skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá í Kópavogi. Hófst hún með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 en skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna. Í Fífunni verður svo boðið upp á skemmtiatriði, hoppukastala, gleði og glens auk þess sem sumarbyrjun er fagnað á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi, á Bókasafninu, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni.

Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði var einnig haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts bauð bæjarbúum út að sigla, Víðavangshlaup Hafnarfjarðar var ræst klukkan 11 og í hádeginu grillaði bæjarstjórinn fyrstu pylsurnar í nýbyggðu grillhúsi á Víðistaðatúni. Þá var skrúðganga á sínum stað, kassabílarall og fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni.

Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga ...
Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skátafélagið Vífill, sem fagnar 50 ára afmæli í ár, annaðist hátíðardagskrá í Garðabæ en þar fer fram skatamessa í Vídalínskirkju kl. 14.00 og skrúðganga að henni lokinni. Þá tekur við hátíðardagskrá í Hofsstaðaskóla, skátakaffi og kökuhlaðborð og tónlistaratriði.

Skátafélagið Mosverjar í samstarfi við Mosfellsbæ stóð einnig fyrir skemmtidagskrá, skrúðgöngu og hátíðarhöldum við íþróttamiðstöðina að Varmá og standa hátíðarhöld yfir til kl. 16.00 í dag.

Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum.
Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk ...
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk lét þó ekki veðrið á sig fá. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta.
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Gripnir við veiðar í Skagafirði

Í gær, 22:18 Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að hafa afskipti af tveimur skotveiðimönnum sem höfðu skotið nokkrar gæsir í Skagafirði í morgun. Meira »

Verkfall eini kosturinn í stöðunni

Í gær, 20:53 Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til atkvæðisgreiðslu um vinnustöðvun hjá flugfélaginu Primera Air Nordic í því skyni að ná fram kjarasamningum við félagið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem formaður FFÍ sendi á félagsmenn. Meira »

Með Sigur Rós í Disney Hall í LA

Í gær, 20:10 Sigur Rós lék ásamt Fílharmóníusveit Los Angeles á þrennum tónleikum í Disney Hall í Los Angeles fyrr í mánuðinum. mbl.is fylgdist með undirbúningi fyrstu tónleikanna 13. apríl og ræddi við strákana áður en þeir stigu á svið. Meira »

Óttast að verða send til Íraks

Í gær, 19:11 Sabre-fjölskyldan stendur frammi brottvísun úr landi og verður líklega send aftur til Íraks þar sem framtíð hennar er óljós. Þau höfðu verið á flótta í ár áður en þau komu til Íslands fyrir ári síðan til að sækja um hæli en á mánudag fengu þau skilaboð um að umsókn þeirra hefði verið hafnað. Meira »

Hundrað á baki í miðbænum

Í gær, 18:58 Í tilefni hestadaga hélt fjöldi knapa úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu niður í miðbæ í dag til að taka þátt í skrúðreið. Þetta er í sjötta sinn sem Hestadagar eru haldnir og lýkur þeim á morgun á alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Meira »

Stakk mann og lét millifæra milljón

Í gær, 18:28 Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. maí en hann er grunaður um að hafa ógnað manni með hnífi til að millifæra á sig rúmlega 1 milljón króna. Meira »

Spá allt að 20 stiga hita

Í gær, 16:00 Loksins sér fyrir endann á þessari kuldatíð. Gert er ráð fyrir hlýindum í vikunni, allt að 20 stigum. Samfara þessu hlýja lofti má búast við leysingum vítt og breitt um landið. Meira »

Annar kajakræðarinn látinn

Í gær, 16:31 Annar kajakræðarinn sem lenti í sjónum við Þjórsárósa í gær er látinn.   Meira »

Vísbending um viðbrögð við genginu

Í gær, 14:32 Ferðamönnum, sem komu til landsins í febrúar, fjölgaði um 44% samkvæmt tölum Ferðamálastofu, en á sama tíma fjölgaði heildargistinóttum á hótelum ekki nema um 17% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Meira »

Skapa listaverk með augunum

Í gær, 13:24 Klettaskóli í Reykjavík hefur innleitt augnstýribúnað fyrir nemendur sem af einhverjum ástæðum tjá sig ekki með orðum. Fram kemur í fréttatilkynningu að tíu nemendur í skólanum séu nú að læra að stjórna tölvumús með augunum. Meira »

„Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar“

Í gær, 12:25 „Neikvæðni eykst, ímynd og orðspor versnar. Þetta er leiðin sem stjórnvöld vilja fara,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í dag. Hún og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tókust þar á um áformaðar breyt­ing­ar á virðis­auka­skatti á ferðaþjón­ustu. Meira »

Var orðinn kaldur og þrekaður

Í gær, 12:04 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu hvor sínum kajakræðara úr Þjórsárósum í gærkvöldi en annar þeirra var þá orðinn kaldur og þrekaður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, slæmt veður og talsverða ölduhæð, fundust kajakræðararnir fljótlega í sjónum. Miklu þótti skipta að tvær þyrlur skyldu hafa verið til taks. Meira »

Íslendingar, hjólið meira!

Í gær, 11:00 Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, hélt uppteknum hætti eftir að hann kom hingað fyrir fjórum árum og hjólar í vinnuna á morgnana; rétt eins og hann gerði í Stokkhólmi, Strassborg og Sarajevo, þar sem hann bjó áður og starfaði. Meira »

Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi

Í gær, 09:45 Heimild sem sett var inn í stjórnarskrá lýðveldisins fyrir þingkosningarnar 2013 til bráðabirgða, þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að breyta stjórnarskránni í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu, er fallin úr gildi en heimildin rann út á miðnætti. Meira »

Vatn flæddi um öll gólf

Í gær, 07:48 Tilkynning barst um vatnsleka í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Vatn hafði lekið úr þvottavél og flætt um öll gólf íbúðarinnar sem er um eitt hundrað fermetrar samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Útskúfun ekknanna

Í gær, 10:21 Konurnar á ekknaheimilinu Varanasi Durga Ashram láta vel af sér. Þar fá rúmlega tuttugu aldraðar ekkjur víðsvegar að úr Indlandi húsaskjól, mat og þjónustu prests. Þó að þær séu lánsamari en ekkjurnar sem þurfa að lifa á betli eða vændi í fátækrahverfum þessarar helgu borgar hindúa á bakka Ganges-fljóts hafa þær átt erfiða ævi. Meira »

Tvær þyrlur skiptu sköpum

Í gær, 08:43 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaraðgerðum við ósa Þjórsár í gærkvöldi þar sem leitað var að tveimur kajakræðurum eins og mbl.is hefur fjallað um og er það mat lögreglumanna sem voru á staðnum að það hafi skipt sköpum í björgunaraðgerðunum. Meira »

Hlýnandi veður á næstunni

Í gær, 07:34 Vegir eru að mestu auðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka á Fróðárheiði, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á Fjarðarheiði og Mjóafjarðarheiði. Meira »
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Toyota Avensis. Sjálfskiptur, ÓDÝR, ekin 162 þús
Til sölu Toyota Avensis árg. 2003, ekinn 162 þúsund km. Bíllinn er sjálfskiptur ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS-BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rýmingarsala
Til sölu
Bækur - rýmingarsala 50% afsláttur ...
Blaðberar hveragerði
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Blaðbera vantar í Hverage...