Veður hindraði ekki hátíðarhöld

Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn ...
Skátafélagið Skjöldungur leiðir skrúðgöngu frá Langholtskirkju að Dalheimum á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó að veðrið hafi ef til vill ekki verið eins og á sólríkum sumardegi var sumardagurinn fyrsti þó haldinn hátíðlegur víða í dag. Í Reykjavík var haldið upp á daginn í öllum hverfum borgarinnar með tilheyrandi lúðrablæstri, skrúðgögnum, blöðrum og hoppuköstulum svo fátt eitt sé nefnt. 

Dr. Bæk hefur verið á vappi um borgina í dag og býður fólki að mæta með hjólin sín í ástandsskoðun fyrir sumarið og frítt var í sund í Árbæjarlaug. Skrúðgöngur voru á fimm stöðum í Reykjavík og boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í hverju hverfi en nánarmá lesa um dagskrána á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi.
Víkingar grilla við Grímsbæ í Bústaðahverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Venju samkvæmt stóð skátafélagið Kóparnir fyrir dagskrá í Kópavogi. Hófst hún með skrúðgöngu frá Digraneskirkju klukkan 13.30 en skátarnir og Skólahljómsveit Kópavogs leiða gönguna. Í Fífunni verður svo boðið upp á skemmtiatriði, hoppukastala, gleði og glens auk þess sem sumarbyrjun er fagnað á útivistarsvæði Menningarhúsanna í Kópavogi, á Bókasafninu, Náttúrufræðistofu og í Gerðarsafni.

Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði var einnig haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts bauð bæjarbúum út að sigla, Víðavangshlaup Hafnarfjarðar var ræst klukkan 11 og í hádeginu grillaði bæjarstjórinn fyrstu pylsurnar í nýbyggðu grillhúsi á Víðistaðatúni. Þá var skrúðganga á sínum stað, kassabílarall og fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni.

Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga ...
Skrúðganga að Bústaðakirkju með Skólahljómsveit Austurbæjar. Fánaberar úr röðum Víkinga og skáta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skátafélagið Vífill, sem fagnar 50 ára afmæli í ár, annaðist hátíðardagskrá í Garðabæ en þar fer fram skatamessa í Vídalínskirkju kl. 14.00 og skrúðganga að henni lokinni. Þá tekur við hátíðardagskrá í Hofsstaðaskóla, skátakaffi og kökuhlaðborð og tónlistaratriði.

Skátafélagið Mosverjar í samstarfi við Mosfellsbæ stóð einnig fyrir skemmtidagskrá, skrúðgöngu og hátíðarhöldum við íþróttamiðstöðina að Varmá og standa hátíðarhöld yfir til kl. 16.00 í dag.

Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum.
Börn í Bústaðahverfi fagna sumardeginum fyrsta, vel klædd í kuldanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk ...
Það er ekki alltaf blíðan á sumardaginn fyrsta en fólk lét þó ekki veðrið á sig fá. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta.
Skólahljómsveit Austurbæjar á sumardaginn fyrsta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru

05:30 Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönnin sé um 3.000 ára gömul.  Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Wow Cyclothon

Rafmagns / snyrti / nuddbekkur Egat Delta hægt að halla 20 g á báðum endum
Tilvalið fyrir snyrtifræðinginn, nuddarann, fótaaðgerðafræðinginn og aðra í heil...
2ja herb. íbúið í lyftuhúsi
Íbúðin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Lyfta er í húsinu. Íbúðin er svefnherbe...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Clavis poetica
Clavis Poetica, Benedikt Gröndal/Sveinbjörn Egilsson, Hafnia 1864. Uppl. í s. 77...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...