Fjölgun fóstureyðinga ekki óvenjuleg

Í fyrra voru framkvæmdar 1.021 fóstureyðing hér á landi. Á ...
Í fyrra voru framkvæmdar 1.021 fóstureyðing hér á landi. Á kvennadeild Landspítalans býðst konum að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa fyrir og eftir fóstureyðingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er yfirleitt erfið ákvörðun fyrir konur að fara í fóstureyðingu. Það leikur sér enginn að því að ákveða slíkt,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum. Starf Helgu felst m.a. í því að veita konum og mökum þeirra ráðgjöf og stuðning.

 Á síðasta ári var framkvæmd 1.021 fóstureyðing hér á landi, tæplega 100 fleiri en 2015. Aldrei hafa fleiri fóstureyðingar verið gerðar. Einnig var fjölgun miðað við fjölda lifandi fæddra barna á sama tímabili. Í fyrra voru framkvæmdar um 253 fóstureyðingar á hverja 1.000 lifandi fædda.

Frétt mbl.is: Þúsund í fóstureyðingu

Á árinu 2016 voru framkvæmdar 13 fóstureyðingar miðað við hverjar 1.000 konur á frjósemisaldri. Til samanburðar voru árið 2015 framkvæmdar 13,3 slíkar aðgerðir á hverjar þúsund konur á þessum aldri, 15-49 ára, á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð t.d. var hlutfallið töluvert hærra en á Íslandi eða 17,6.

Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.

Alltaf sveifla á milli ára

Fóstureyðingar hafa síðustu ár verið á bilinu 900-987. Sveiflan er oft þónokkur á milli ára. Helga segir að fjölgunin á síðasta ári sé því ekki mjög óvenjuleg. Hún bendir hins vegar á að ef að hún haldi áfram í nokkur ár í röð þurfi að leita frekari skýringa.

Þegar kona er að velta því fyrir sér hvort hún eigi að fara í fóstureyðingu er tekið við hana símaviðtal á kvennadeild Landspítalans. Öllum sem hringja er svo boðið að fara í viðtal hjá félagsráðgjafa. Helga Sól segir að aðstæður fólks sem er í þessum sporum séu mjög misjafnar. Sumir séu ákveðnir í að gangast undir aðgerðina en aðrir vilji ræða frekar málin. „Það stendur öllum til boða að fara til félagsráðgjafa,“ ítrekar Helga.

Virðing borin fyrir einstaklingnum

Hún segir að í því viðtali sé farið með konunni og þeirra aðstandendum ef svo ber undir, yfir aðstæður viðkomandi og valmöguleika sem eru í boði. „Það sem skiptir máli er að bera virðingu fyrir einstaklingnum og því að þetta er ákvörðun sem hann þarf að taka. Það er sjálfsákvörðunarréttur hverrar manneskju, hvernig hún vill haga sínu lífi.“

Í kjölfar fóstureyðingarinnar er fólki boðið upp á frekari stuðning félagsráðgjafa. Helga Sól segir ekki marga þiggja það. Að taka ákvörðun um aðgerðina sé yfirleitt erfiðasta skrefið. „Það er það sem er erfiðasta við þetta allt saman og mesti álagstíminn í lífi fólks. Þá þarf það á miklum stuðningi að halda.“

Helga hóf störf sem félagsráðgjafi árið 1998 á kvennadeild Landspítalans. Hún starfaði sem félagsráðgjafi í Svíþjóð í nokkur ár í sama málaflokki og kom aftur til starfa á kvennadeildinni árið 2012. Hún segist ekki finna nokkurn mun á því nú og við upphaf starfsferils síns hversu erfið ákvörðun fóstureyðing er fyrir fólk. „Þó að umræðan sé mikil þá finn ég ekki mun á viðhorfi fólks sem er í þessum sporum.“

Aðgengi að getnaðarvörnum besta forvörnin

Helga Sól segir að vilji stjórnvöld og samfélagið raunverulega fækka fóstureyðingum sé besta leiðin að auka og einfalda aðgengi að langtímagetnaðarvörnum. Rannsóknir sýni að slíkt beri helst árangur. Með langtímagetnaðarvörnum á hún m.a. við stafinn svokallaða og hormónalykkjuna. Helst vill hún sjá að slíkar varnir standi fólki undir 25 ára aldri til boða ókeypis. „Ef vilji er til að fækka fóstureyðingum þá ætti að fara þessa leið.“

mbl.is

Innlent »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verði maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »

Ungir vísindamenn í víking

Í gær, 20:00 Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor. Meira »

Fresta landsfundi til næsta árs

Í gær, 20:28 Ákveðið var á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Rákust saman í háloftunum

Í gær, 19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

Í gær, 19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvaði för bílaþjófs í grennd við Bústaðaveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

Í gær, 18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

Í gær, 18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

Í gær, 18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

Í gær, 17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

Í gær, 17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Í gær, 18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

Í gær, 17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

Í gær, 17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...