Fjölgun fóstureyðinga ekki óvenjuleg

Í fyrra voru framkvæmdar 1.021 fóstureyðing hér á landi. Á ...
Í fyrra voru framkvæmdar 1.021 fóstureyðing hér á landi. Á kvennadeild Landspítalans býðst konum að koma í viðtal hjá félagsráðgjafa fyrir og eftir fóstureyðingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er yfirleitt erfið ákvörðun fyrir konur að fara í fóstureyðingu. Það leikur sér enginn að því að ákveða slíkt,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítalanum. Starf Helgu felst m.a. í því að veita konum og mökum þeirra ráðgjöf og stuðning.

 Á síðasta ári var framkvæmd 1.021 fóstureyðing hér á landi, tæplega 100 fleiri en 2015. Aldrei hafa fleiri fóstureyðingar verið gerðar. Einnig var fjölgun miðað við fjölda lifandi fæddra barna á sama tímabili. Í fyrra voru framkvæmdar um 253 fóstureyðingar á hverja 1.000 lifandi fædda.

Á árinu 2016 voru framkvæmdar 13 fóstureyðingar miðað við hverjar 1.000 konur á frjósemisaldri. Til samanburðar voru árið 2015 framkvæmdar 13,3 slíkar aðgerðir á hverjar þúsund konur á þessum aldri, 15-49 ára, á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð t.d. var hlutfallið töluvert hærra en á Íslandi eða 17,6.

Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.

Alltaf sveifla á milli ára

Fóstureyðingar hafa síðustu ár verið á bilinu 900-987. Sveiflan er oft þónokkur á milli ára. Helga segir að fjölgunin á síðasta ári sé því ekki mjög óvenjuleg. Hún bendir hins vegar á að ef að hún haldi áfram í nokkur ár í röð þurfi að leita frekari skýringa.

Þegar kona er að velta því fyrir sér hvort hún eigi að fara í fóstureyðingu er tekið við hana símaviðtal á kvennadeild Landspítalans. Öllum sem hringja er svo boðið að fara í viðtal hjá félagsráðgjafa. Helga Sól segir að aðstæður fólks sem er í þessum sporum séu mjög misjafnar. Sumir séu ákveðnir í að gangast undir aðgerðina en aðrir vilji ræða frekar málin. „Það stendur öllum til boða að fara til félagsráðgjafa,“ ítrekar Helga.

Virðing borin fyrir einstaklingnum

Hún segir að í því viðtali sé farið með konunni og þeirra aðstandendum ef svo ber undir, yfir aðstæður viðkomandi og valmöguleika sem eru í boði. „Það sem skiptir máli er að bera virðingu fyrir einstaklingnum og því að þetta er ákvörðun sem hann þarf að taka. Það er sjálfsákvörðunarréttur hverrar manneskju, hvernig hún vill haga sínu lífi.“

Í kjölfar fóstureyðingarinnar er fólki boðið upp á frekari stuðning félagsráðgjafa. Helga Sól segir ekki marga þiggja það. Að taka ákvörðun um aðgerðina sé yfirleitt erfiðasta skrefið. „Það er það sem er erfiðasta við þetta allt saman og mesti álagstíminn í lífi fólks. Þá þarf það á miklum stuðningi að halda.“

Helga hóf störf sem félagsráðgjafi árið 1998 á kvennadeild Landspítalans. Hún starfaði sem félagsráðgjafi í Svíþjóð í nokkur ár í sama málaflokki og kom aftur til starfa á kvennadeildinni árið 2012. Hún segist ekki finna nokkurn mun á því nú og við upphaf starfsferils síns hversu erfið ákvörðun fóstureyðing er fyrir fólk. „Þó að umræðan sé mikil þá finn ég ekki mun á viðhorfi fólks sem er í þessum sporum.“

Aðgengi að getnaðarvörnum besta forvörnin

Helga Sól segir að vilji stjórnvöld og samfélagið raunverulega fækka fóstureyðingum sé besta leiðin að auka og einfalda aðgengi að langtímagetnaðarvörnum. Rannsóknir sýni að slíkt beri helst árangur. Með langtímagetnaðarvörnum á hún m.a. við stafinn svokallaða og hormónalykkjuna. Helst vill hún sjá að slíkar varnir standi fólki undir 25 ára aldri til boða ókeypis. „Ef vilji er til að fækka fóstureyðingum þá ætti að fara þessa leið.“

mbl.is

Innlent »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli.“ Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Fjölmargar kvartanir yfir Braga

13:37 Hildur J. Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi beitt sig ofbeldi í starfi sem varð til þess að hún hrökklaðist úr starfi. Þetta kemur fram í facebookfærslu hennar og er ekki eina tilvikið þar sem kvartað er yfir Braga í starfi. Meira »

Kannski er ég bara svona skrýtinn

13:30 „Það er ótrúlega mikill lúxus að fá nokkra daga án ferðalaga þar sem ég get bara verið einn með flyglinum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í opnuviðtali við Morgunblaðið. Þar ræðir hann komandi tónleika í Hörpu, næsta disk sinn hjá Deutsche Grammophon og margt fleira. Meira »

Póstnúmerum breytt um mánaðamótin

13:12 Pósturinn mun gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Meira »

15 ára meðvitundarlausar í miðborginni

12:45 Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar úti við sökum fíkniefnaneyslu í gærkvöldi. Stúlkurnar fundust á tröppum í miðborginni klukkan hálfátta í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um þær til Neyðarlínunnar. Meira »

Fræddu flóttafólk í Jórdaníu um Ísland

12:42 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að flóttafólkinu verði boðin alþjóðleg vernd á Íslandi. Meira »

Áfram óveður í allan dag

12:44 „Það verður óveður áfram í allan dag,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann á von á óbreyttu veðri norðan- og austanlands í dag og ef eitthvað er mun það fara versnandi seinnipartinn. Annað kvöld verður veðrið orðið þokkalegt. Meira »

Lýsi og Bæjarins bestu á jólamarkaði

12:10 Ísland er heiðursgestur á árlegum jólamarkaði borgarinnar Strassborg í Þýskalandi, en markaðurinn er einn sá stærsti og jafnframt sá elsti sinnar tegundar í Evrópu. Meðal fyrirtækjanna sem taka þátt eru Bæjarins Bestu, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, Lýsi, Reykjavík Distillery, Skinboss og Urð. Meira »

Vilja vita hverjir dónakallarnir eru

11:53 Hátt í níu hundruð konur í stjórnmálum eru nú í Facebook-hópinum Í skugga valdsins og sögurnar halda áfram að berast, en 136 reynslusögur voru gerðar opinberar í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, stofnandi hópsins, segir fleiri sögur ekki verða birtar. Meira »

Frekari yfirheyrslur eftir helgina

11:20 „Skýrslutökur héldu áfram í gær og rannsókn málsins miðar ágætlega. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt sem hefur komið fram. Ég reikna með að við munum halda áfram yfirheyrslum í næstu viku og líkur á að línur fari að skýrast meira.“ Meira »

Skautasvellið á Ingólfstorgi opnað 1. des.

11:18 Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opnað klukkan kl. 19 hinn 1. desember. Opið verður alla daga til og með 23. desember frá klukkan 12:00-22:00 en svellið er samstarfsverkefni Nova, Reykjavíkurborgar og Samsung. Meira »

Tekjur tónlistarfólks rannsakaðar

11:10 „Það eru til litlar tölur um það hvernig íslenska tónlistarhagkerfið virkar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón, um könnun sem skrifstofan stendur fyrir á efnahagslegu umhverfi tónlistarmanna. Upplýsingarnar geta skapað forsendur fyrir aukinni fjárfestingu innan tónlistargeirans. Meira »

Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

10:59 Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á norðanverðum Vestfjörðum. Úrkomulaust hefur verið frá því í snemma í morgun og spáð er ágætis veðri yfir helgina. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

11:05 „Ég veit ekkert hvað við fáum í dag. Mjólkin átti að koma í dag en það er spurning hvort Víkurskarð opnast,“ segir Helga Soffía Bjarnadóttir, starfsmaður Krambúðarinnar á Húsavík. Meira »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson yf­ir­lög­regluþjónn spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...