400 ætla á strandveiðar

Trausti EA 98. Einn af elstu strandveiðibátunum sem gerður er …
Trausti EA 98. Einn af elstu strandveiðibátunum sem gerður er út , smíðaður árið 1954 á Akureyri

Fiskistofu höfðu síðdegis í gær borist rétt um 400 umsóknir um leyfi til strandveiða sem hefjast eiga næsta þriðjudag, 2. maí. Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra, en við upphaf veiðanna voru leyfin alls 413.

„Við bjuggumst við að umsóknirnar yrðu færri í ár en áður vegna sterks gengis krónunnar,“ segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þá var nokkuð um það í vetur að menn ætluðu sér að róa með leigukvóta, en verð á honum lækkaði hratt á tímabili. Þegar ráðherra heimilaði að menn mættu færa 30% aflaheimilda yfir á næsta fiskveiðiár breyttust forsendurnar, verðið á leigukvótanum rauk upp svo menn fóru aftur að horfa til strandveiða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert