Vegir auðir með undantekningum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vegir eru að mestu auðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði en snjóþekja á Öxi og hálkublettir á Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði. 

Veðurspáin næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir austlægri átt á landinu, 5-13 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu með köflum. Sums staðar verður talsverð úrkoma sunnan til í kvöld og nótt og hvassari vindur.

Þurrt verður að mestu á Norðurlandi á morgun með hita að 13 stigum, en vætusamt annars staðar og hiti 4 til 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert