155 skemmtiferðaskip koma til landsins

Tvö stór skemmtiferðaskip við bryggju í Sundahöfn síðasta sumar. Crystal …
Tvö stór skemmtiferðaskip við bryggju í Sundahöfn síðasta sumar. Crystal Symphony og fyrir aftan það Mein Schiff. Fremst siglir Viðeyjarferjan. mbl.is/RAX

155 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til höfuðborgarinnar í sumar og hafa þau aldrei verið fleiri. Fimm mánaða sumarvertíð skemmtiferðaskipa hjá Faxaflóahöfnum hefst um miðjan mánuðinn þegar skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse leggst að bryggju í Sundahöfn með hátt í þrjú þúsund farþega. Þetta kemur fram á vefnum túristi.is. 

Í fyrra komu 113 skip með 99 þúsund farþegum en í ár er búist við 129 þúsund. Í hópi ferðamanna hér á landi eru Bandaríkjamenn langfjölmennastir en Þjóðverjar hafa hins vegar verið stærsti hópurinn sem kemur sjóleiðina til höfuðborgarinnar samkvæmt talningum Faxaflóahafna, segir jafnframt í frétt á vefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert