Bannað að skrúfa fyrir kynþokkann

Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á lífsskeiðum fólks, ekki ...
Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á lífsskeiðum fólks, ekki síst fólks um miðjan aldur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Út um gluggann á Ægisíðunni blasir úfið hafið við í allri sinni dýrð. Við Árelía höfum komið okkur vel fyrir í gömlum leðursófa með kaffi úr postulínsbollum og það er eins og við höfum hist í gær. Við könnumst við hvor aðra frá gamalli tíð en í þá daga hittumst við oft fyrir tilviljun úti á lífinu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, börn bæst í heiminn og skilnaðir að baki; gleði og sorgir. Nýjar áskoranir blasa sífellt við og það er nóg sem þarf að ræða. Árelía er nýbúin að gefa út enn eina bókina, Sterkari í seinni hálfleik, en árin sem geta kallast miðja lífsins eru henni sérstaklega hugleikin.

Alltaf pláss fyrir fagþekkingu

Árelía segir að  fólk verði að passa sig að dragast ekki aftur úr og því sé nauðsynlegt að bæta sífellt við sig reynslu og þekkingu. „Á miðjum aldri þarftu að fara yfir málin; hver er mín fagþekking? Hvernig hef ég verið að bæta hana? Hvernig ætla ég að endurmennta mig? Og þá á ég ekki eingöngu um þá sem hafa farið hinn hefðbundna menntaveg,“ segir hún.

„Allt sem hægt er að vélvæða, mun verða vélvætt. Segja má að það séu mismunandi skoðanir hjá fræðimönnum um þessa þróun; annars vegar þeir sem segja: þessi þróun mun valda miklu atvinnuleysi og stéttaskipting aukast í kjölfarið. Svo eru hinir sem segja, og ég er kannski frekar þar, að ný störf sem ekki eru sýnileg núna verði til. Það er í rauninni þrennt sem mikilvægt er að byggja upp; það er sköpunarkraftur, það er „common sense“ og í þriðja lagi greiningarhæfni. Þegar upplýsingaflæðið er svona mikið og fólk er að gúggla allt, þá er mikilvægt að kunna að greina á milli réttra og rangra upplýsinga. Þannig að ég hef ekki þessar áhyggjur en ég tel mjög mikilvægt að byggja upp fagþekkingu,“ segir Árelía og telur hún að fólk eigi að vinna lengur en nú er gert. 

„Við munum lifa mikið lengur, jafnvel verða níutíu plús. Fólk verður að spyrja sig: Ætlarðu að hætta að vinna 67 ára? Á hverju ætlarðu að lifa?“ segir Árelía. „Að láta fólk hætta 67 ára er algör tímaskekkja og mun breytast. Mér finnst þetta bara mannréttindabrot!“

Konur eiga að ráða samfélaginu

Hvað finnst þér um íslenskar konur yfir fimmtugt í atvinnulífinu?

„Vandamálin okkar eru kannski að mörgu leyti lúxusvandamál,“ segir hún og á þá við að staða kvenna í fjölmörgum löndum sé verulega slæm. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að konur á ákveðnum aldri nenna ekki lengur að vera á vinnustaðnum, það kemur þessi tilfinning „fokk it“, ég nenni ekki að taka þátt í þessari pólitík lengur. Þær hafa verið að hverfa úr leiðtogastörfum, konur á miðjum aldri sem er algjör synd því konur eftir fimmtugt, þegar þær eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið, eru að mínu mati sterkir leiðtogar. Við eigum að ráða samfélaginu,“ segir hún bæði í gríni og alvöru.

„Vegna þess að við tökum svo góðar ákvarðanir, við erum oftast komnar yfir það að þóknast öllum. Við þorum í átök en erum samt alltaf með hópinn í huga. Ég vil sjá konur fara áfram, verða forstjórar, forsætisráðherra og ráðherrar. Við þurfum samt að gera það án þess að ganga of mikið á okkur, án þess að vinna alltof mikið.“

Að ganga inn í tómið

Af hverju ertu með ástríðu fyrir þessum aldurshópi? Er það af því að þú ert þar sjálf?
„Persónulega finnst mér þetta bara svo spennandi. Það eru svo óendanlega miklir möguleikar sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir sem ekki áður hafa verið í boði. Ég kom heim með eina bók sem heitir Age is just a number. Þar greinir frá 97 ára gömlum manni sem hleypur ennþá maraþon. Þar bendir hann á, sem mér finnst spennandi, að lífskeiðið eftir sjötíu ára er lítið rannsakað.“

Finnst þér að við þroskumst áfram endalaust?

„Já, algjörlega. Eða nei, ekki allir! Fólk verður, á miðjum aldri, annaðhvort betra eða bitrara. Sumir staðna. Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er minnst í kringum 46 ára aldur. Á milli 40 og 65 lenda flestir í lífskreppu. Það virðist vera líffræðileg staðreynd fyrir bæði kynin,“ segir hún.
„Ég kalla þetta tómið. Við göngum inn í tómið og þurfum að takast á við okkur sjálf. Fyrir mér er þetta eðlilegur sársauki sem fylgir því að þroskast. Það er alltaf eitthvað sem þarf að leiðrétta, oft úr barnæsku og uppeldi, jafnvel þótt að aðstæður hafi verið til fyrirmyndar. Það er ekki óalgengt að fólk burðist með lélega sjálfsmynd eða lítið sjálfstraust, meðvirkni, fíknir, óuppgerð sár sem valda kvíða og þunglyndi. Eitthvað sem hefur haldið aftur af því. Svo kemur þú á einhvern stað þar sem þú horfist í augun við sjálfa þig og spyrð, hvert er ég komin? Þá er kannski ýmislegt sem fólk þarf að leiðrétta en það eru bara allt of margir sem ekki gera það. Fólk getur ekki sleppt takinu af reiði, getur ekki fyrirgefið sjálfu sér og öðrum, tekst ekki á við fíknina. Þá er auðvelt að flýja, fullt af flóttaleiðum.“

Er þetta ekki dæmigerð miðlífskrísa?

„Jú. Og það er ákveðin hætta á að fólk verði biturt. Ef fólk horfist ekki í augu við sjálft sig og tekur úr bakpokanum, er ekkert auðveldara að gera það þegar það er 65 eða 75 eða 85. Þá áttu að vera komin eitthvað allt annað. Þú verður að gangast við sjálfri þér. Við þekkjum alveg steríótýpurnar, sérstaklega þegar talað er um gráa fiðringinn hjá körlum, og það er stundum lítið úr þeim gert. En þeir fara í gegnum sína krísu og velja stundum auðvelda flóttaleið, sem er auðvitað klisjan líka, að yngja upp. Það er ein leið, til að vita hvort maður er ennþá sætur og sexí. En það er auðvitað engin lausn. En ég skil þörfina. Og það gera konur líka, svo við tölum ekki bara um karlana. En fyrir mér er þetta svolítið að endurtaka leikinn,“ segir Árelía.

Upplifi endurfæðingu eftir skilnað

Árelía er sjálf nýskilin og hefur nú verið einhleyp í tæpt ár. Þrátt fyrir tvo skilnaði hefur hún fulla trú á hjónabandinu.
„Ég er þeirra skoðunar að það séu rosalega margir kostir í góðu hjónabandi. Við vitum það samkvæmt rannsóknum að það er það sem veitir fólki mesta lífshamingju. Þess vegna er góður maki gulls ígildi en ef hjónabandið er heftandi þarf fólk að horfast í augu við það. Í mínu tilfelli var ákvörðunin mjög erfið og eftir skilnað þarf maður að endurraða lífinu. Það eru kostir í því líka, ég upplifi ákveðna endurfæðingu í þessu ferli. Mér finnst ég tengja aftur við ýmsa þætti í mér sem ég hef ekki verið að rækta undanfarið,“ segir Árelía.
„Ég er tiltölulega sjálfstæð og get raðað lífinu mínu nákvæmlega eins og ég vil.“

Hvað finnst þér um deitmenningu okkar aldurshóps?

„Mér finnst hún svo hrikalega fyndin,“ segir Árelía á innsoginu. Við skellihlæjum. 

„Ég hef ekki haft mikinn tíma en er nú að vakna til lífsins og alls konar skemmtilegir hlutir eru að koma til mín. Ef þú ert að leita að maka, þá áttu bara í fyrsta lagi að viðurkenna það fyrir sjálfri/sjálfum þér og það er mjög eðlilegt að vera á tinder og einkamál eða hvað það heitir. Mér finnst bara heilbrigt að fara á tinder og tala saman, hittast svo og ákveða framhaldið. Það er miklu betra heldur en í gamla daga þegar maður fór á djammið. Mér finnst ekkert smart og skemmtilegt að vera niðri í bæ eftir miðnætti komin yfir fimmtugt þó að það gerist að sjálfsögðu stundum. Það er mín persónulega skoðun. Við vorum þar fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þetta hefur allt sinn tíma.“

Einhver sem bíður mín

Trúir þú á ástina?

„Já, ég er búin að eiga marga góða menn,“ segir hún og skellihlær en hún hefur búið með tveimur mönnum og á eina fullorðna stúlku, unglingstúlku og níu ára gamlan dreng.
„Það hvarflar ekki að mér að ég eigi eftir að vera ein það sem eftir er, mér finnst það fáránleg tilhugsun. Það er ekkert mál að vera ein, ég get alveg verið ein og akkúrat núna finnst mér það mjög skemmtilegt og gefandi. En ég veit bara hvað það gerir lífið fyllra að hafa einhvern með sér. En ég er ekki komin þangað. En ég efast ekki um að það sé einhver sem bíður mín. Ef maður lokar á ástina og kynveruna þá er maður að loka á alveg svakalega stóran hluta af sjálfum sér.“

Kynþokki spyr ekki um aldur

Hvað finnst þér um kröfur samfélagsins til útlits kvenna?

„Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að kynþokki hefur ekkert með það að gera að vera tuttugu ára eða fjörutíu kíló,“ segir hún og hlær.

„Mér finnst mikilvægt að konur haldi áfram að vera kynverur þangað til þær eru níutíu og eitthvað. Þetta snýst svolítið um hvernig þú sérð sjálfa þig og það er mjög mikilvægt að hafa fyrirmyndir. Ég sé fullt af konum sem mér finnst vera mjög kynþokkafullar, og ég er alveg hetrosexual, sem halda þessu bliki í augum og sveiflu í mjöðmum. Og við erum fyrirmyndir fyrir þær sem á eftir koma. Við þurfum að leyfa okkur að vera sexí, leyfa okkur að hugsa um og njóta kynlífs. Kynþokki er eitthvað sem skrúfast ekki fyrir en þú getur auðveldlega skrúfað fyrir hann.“

 Ætlarðu að skrifa íslenska útgáfu af Dating after fifty for Dummies?

„Það getur vel verið að ég geri það. En hins vegar er ég byrjuð á skáldsögu sem ég þarf að koma frá mér fyrst. Hún er um ástina, er það ekki klassískt? Ég get ekki sagt þér meira í bili,“ segir Árelía sposk og við látum það verða lokaorðin.

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bolir og buxur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur 3990 , Buxur 6900 Sími 588 8050. ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...