Bannað að skrúfa fyrir kynþokkann

Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á lífsskeiðum fólks, ekki ...
Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur brennandi áhuga á lífsskeiðum fólks, ekki síst fólks um miðjan aldur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Út um gluggann á Ægisíðunni blasir úfið hafið við í allri sinni dýrð. Við Árelía höfum komið okkur vel fyrir í gömlum leðursófa með kaffi úr postulínsbollum og það er eins og við höfum hist í gær. Við könnumst við hvor aðra frá gamalli tíð en í þá daga hittumst við oft fyrir tilviljun úti á lífinu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar, börn bæst í heiminn og skilnaðir að baki; gleði og sorgir. Nýjar áskoranir blasa sífellt við og það er nóg sem þarf að ræða. Árelía er nýbúin að gefa út enn eina bókina, Sterkari í seinni hálfleik, en árin sem geta kallast miðja lífsins eru henni sérstaklega hugleikin.

Alltaf pláss fyrir fagþekkingu

Árelía segir að  fólk verði að passa sig að dragast ekki aftur úr og því sé nauðsynlegt að bæta sífellt við sig reynslu og þekkingu. „Á miðjum aldri þarftu að fara yfir málin; hver er mín fagþekking? Hvernig hef ég verið að bæta hana? Hvernig ætla ég að endurmennta mig? Og þá á ég ekki eingöngu um þá sem hafa farið hinn hefðbundna menntaveg,“ segir hún.

„Allt sem hægt er að vélvæða, mun verða vélvætt. Segja má að það séu mismunandi skoðanir hjá fræðimönnum um þessa þróun; annars vegar þeir sem segja: þessi þróun mun valda miklu atvinnuleysi og stéttaskipting aukast í kjölfarið. Svo eru hinir sem segja, og ég er kannski frekar þar, að ný störf sem ekki eru sýnileg núna verði til. Það er í rauninni þrennt sem mikilvægt er að byggja upp; það er sköpunarkraftur, það er „common sense“ og í þriðja lagi greiningarhæfni. Þegar upplýsingaflæðið er svona mikið og fólk er að gúggla allt, þá er mikilvægt að kunna að greina á milli réttra og rangra upplýsinga. Þannig að ég hef ekki þessar áhyggjur en ég tel mjög mikilvægt að byggja upp fagþekkingu,“ segir Árelía og telur hún að fólk eigi að vinna lengur en nú er gert. 

„Við munum lifa mikið lengur, jafnvel verða níutíu plús. Fólk verður að spyrja sig: Ætlarðu að hætta að vinna 67 ára? Á hverju ætlarðu að lifa?“ segir Árelía. „Að láta fólk hætta 67 ára er algör tímaskekkja og mun breytast. Mér finnst þetta bara mannréttindabrot!“

Konur eiga að ráða samfélaginu

Hvað finnst þér um íslenskar konur yfir fimmtugt í atvinnulífinu?

„Vandamálin okkar eru kannski að mörgu leyti lúxusvandamál,“ segir hún og á þá við að staða kvenna í fjölmörgum löndum sé verulega slæm. „Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að konur á ákveðnum aldri nenna ekki lengur að vera á vinnustaðnum, það kemur þessi tilfinning „fokk it“, ég nenni ekki að taka þátt í þessari pólitík lengur. Þær hafa verið að hverfa úr leiðtogastörfum, konur á miðjum aldri sem er algjör synd því konur eftir fimmtugt, þegar þær eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið, eru að mínu mati sterkir leiðtogar. Við eigum að ráða samfélaginu,“ segir hún bæði í gríni og alvöru.

„Vegna þess að við tökum svo góðar ákvarðanir, við erum oftast komnar yfir það að þóknast öllum. Við þorum í átök en erum samt alltaf með hópinn í huga. Ég vil sjá konur fara áfram, verða forstjórar, forsætisráðherra og ráðherrar. Við þurfum samt að gera það án þess að ganga of mikið á okkur, án þess að vinna alltof mikið.“

Að ganga inn í tómið

Af hverju ertu með ástríðu fyrir þessum aldurshópi? Er það af því að þú ert þar sjálf?
„Persónulega finnst mér þetta bara svo spennandi. Það eru svo óendanlega miklir möguleikar sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir sem ekki áður hafa verið í boði. Ég kom heim með eina bók sem heitir Age is just a number. Þar greinir frá 97 ára gömlum manni sem hleypur ennþá maraþon. Þar bendir hann á, sem mér finnst spennandi, að lífskeiðið eftir sjötíu ára er lítið rannsakað.“

Finnst þér að við þroskumst áfram endalaust?

„Já, algjörlega. Eða nei, ekki allir! Fólk verður, á miðjum aldri, annaðhvort betra eða bitrara. Sumir staðna. Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er minnst í kringum 46 ára aldur. Á milli 40 og 65 lenda flestir í lífskreppu. Það virðist vera líffræðileg staðreynd fyrir bæði kynin,“ segir hún.
„Ég kalla þetta tómið. Við göngum inn í tómið og þurfum að takast á við okkur sjálf. Fyrir mér er þetta eðlilegur sársauki sem fylgir því að þroskast. Það er alltaf eitthvað sem þarf að leiðrétta, oft úr barnæsku og uppeldi, jafnvel þótt að aðstæður hafi verið til fyrirmyndar. Það er ekki óalgengt að fólk burðist með lélega sjálfsmynd eða lítið sjálfstraust, meðvirkni, fíknir, óuppgerð sár sem valda kvíða og þunglyndi. Eitthvað sem hefur haldið aftur af því. Svo kemur þú á einhvern stað þar sem þú horfist í augun við sjálfa þig og spyrð, hvert er ég komin? Þá er kannski ýmislegt sem fólk þarf að leiðrétta en það eru bara allt of margir sem ekki gera það. Fólk getur ekki sleppt takinu af reiði, getur ekki fyrirgefið sjálfu sér og öðrum, tekst ekki á við fíknina. Þá er auðvelt að flýja, fullt af flóttaleiðum.“

Er þetta ekki dæmigerð miðlífskrísa?

„Jú. Og það er ákveðin hætta á að fólk verði biturt. Ef fólk horfist ekki í augu við sjálft sig og tekur úr bakpokanum, er ekkert auðveldara að gera það þegar það er 65 eða 75 eða 85. Þá áttu að vera komin eitthvað allt annað. Þú verður að gangast við sjálfri þér. Við þekkjum alveg steríótýpurnar, sérstaklega þegar talað er um gráa fiðringinn hjá körlum, og það er stundum lítið úr þeim gert. En þeir fara í gegnum sína krísu og velja stundum auðvelda flóttaleið, sem er auðvitað klisjan líka, að yngja upp. Það er ein leið, til að vita hvort maður er ennþá sætur og sexí. En það er auðvitað engin lausn. En ég skil þörfina. Og það gera konur líka, svo við tölum ekki bara um karlana. En fyrir mér er þetta svolítið að endurtaka leikinn,“ segir Árelía.

Upplifi endurfæðingu eftir skilnað

Árelía er sjálf nýskilin og hefur nú verið einhleyp í tæpt ár. Þrátt fyrir tvo skilnaði hefur hún fulla trú á hjónabandinu.
„Ég er þeirra skoðunar að það séu rosalega margir kostir í góðu hjónabandi. Við vitum það samkvæmt rannsóknum að það er það sem veitir fólki mesta lífshamingju. Þess vegna er góður maki gulls ígildi en ef hjónabandið er heftandi þarf fólk að horfast í augu við það. Í mínu tilfelli var ákvörðunin mjög erfið og eftir skilnað þarf maður að endurraða lífinu. Það eru kostir í því líka, ég upplifi ákveðna endurfæðingu í þessu ferli. Mér finnst ég tengja aftur við ýmsa þætti í mér sem ég hef ekki verið að rækta undanfarið,“ segir Árelía.
„Ég er tiltölulega sjálfstæð og get raðað lífinu mínu nákvæmlega eins og ég vil.“

Hvað finnst þér um deitmenningu okkar aldurshóps?

„Mér finnst hún svo hrikalega fyndin,“ segir Árelía á innsoginu. Við skellihlæjum. 

„Ég hef ekki haft mikinn tíma en er nú að vakna til lífsins og alls konar skemmtilegir hlutir eru að koma til mín. Ef þú ert að leita að maka, þá áttu bara í fyrsta lagi að viðurkenna það fyrir sjálfri/sjálfum þér og það er mjög eðlilegt að vera á tinder og einkamál eða hvað það heitir. Mér finnst bara heilbrigt að fara á tinder og tala saman, hittast svo og ákveða framhaldið. Það er miklu betra heldur en í gamla daga þegar maður fór á djammið. Mér finnst ekkert smart og skemmtilegt að vera niðri í bæ eftir miðnætti komin yfir fimmtugt þó að það gerist að sjálfsögðu stundum. Það er mín persónulega skoðun. Við vorum þar fyrir tuttugu, þrjátíu árum, þetta hefur allt sinn tíma.“

Einhver sem bíður mín

Trúir þú á ástina?

„Já, ég er búin að eiga marga góða menn,“ segir hún og skellihlær en hún hefur búið með tveimur mönnum og á eina fullorðna stúlku, unglingstúlku og níu ára gamlan dreng.
„Það hvarflar ekki að mér að ég eigi eftir að vera ein það sem eftir er, mér finnst það fáránleg tilhugsun. Það er ekkert mál að vera ein, ég get alveg verið ein og akkúrat núna finnst mér það mjög skemmtilegt og gefandi. En ég veit bara hvað það gerir lífið fyllra að hafa einhvern með sér. En ég er ekki komin þangað. En ég efast ekki um að það sé einhver sem bíður mín. Ef maður lokar á ástina og kynveruna þá er maður að loka á alveg svakalega stóran hluta af sjálfum sér.“

Kynþokki spyr ekki um aldur

Hvað finnst þér um kröfur samfélagsins til útlits kvenna?

„Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að kynþokki hefur ekkert með það að gera að vera tuttugu ára eða fjörutíu kíló,“ segir hún og hlær.

„Mér finnst mikilvægt að konur haldi áfram að vera kynverur þangað til þær eru níutíu og eitthvað. Þetta snýst svolítið um hvernig þú sérð sjálfa þig og það er mjög mikilvægt að hafa fyrirmyndir. Ég sé fullt af konum sem mér finnst vera mjög kynþokkafullar, og ég er alveg hetrosexual, sem halda þessu bliki í augum og sveiflu í mjöðmum. Og við erum fyrirmyndir fyrir þær sem á eftir koma. Við þurfum að leyfa okkur að vera sexí, leyfa okkur að hugsa um og njóta kynlífs. Kynþokki er eitthvað sem skrúfast ekki fyrir en þú getur auðveldlega skrúfað fyrir hann.“

 Ætlarðu að skrifa íslenska útgáfu af Dating after fifty for Dummies?

„Það getur vel verið að ég geri það. En hins vegar er ég byrjuð á skáldsögu sem ég þarf að koma frá mér fyrst. Hún er um ástina, er það ekki klassískt? Ég get ekki sagt þér meira í bili,“ segir Árelía sposk og við látum það verða lokaorðin.

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...