Gjaldtaka brýn í Vatnajökulsþjóðgarði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þörf Vatnajökulsþjóðgarðs til að innheimta þjónustugjöld til að standa straum af nauðsynlegri uppbyggingu og þjónustu er brýn,“ segir meðal annars í greinargerð með nýju lagafrumvarpi sem Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi, hún felur meðal annars í sér heimild til þess að innheimta þjónustugjöld í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísað er í því sambandi til þess að slík gjöld hafi um nokkurt skeið verið innheimt í Þingvallaþjóðgarði með góðum árangri.

Frétt mbl.is: Rafræn rukkun í þjóðgarðinum

„Fjölgun gesta í Þingvalla- og Vatnajökulsþjóðgörðum undanfarin ár hefur haft í för með sér mikið álag á náttúru og innviði þjóðgarðanna. Gjaldtaka sem fylgir ytri vexti er mjög þýðingarmikill þáttur í því að uppbygging í þjóðgörðunum svari þeim kröfum sem gerðar eru til móttöku síaukins gestafjölda og þjónustu við hann auk þess að tryggja öryggi gesta og að vernda viðkvæma náttúru þjóðgarðanna fyrir ágangi og koma í veg fyrir frekari skemmdir á henni,“ segir ennfremur í greinargerð með frumvarpinu.

Fram kemur ennfremur að heildarinnheimta vegna þjónustugjalda í Þingvallaþjóðgarði hafi numið um 250 milljónum króna á síðasta ári og að þjóðgarðurinn gerði ráð fyrir að þær verði allt að 270 milljónir króna á yfirstandandi ári. Tekjur af þjónustugjöldum hafi verið varið til nauðsynlegrar uppbyggingar og þjónustu og svo verði áfram. Þrennt komi helst til varðandi þörf Vatnajökulsþjóðgarðs til þess að innheimta þjónustugjöld. Fyrir það fyrsta hafi gestafjöldi í Skaftafelli tífaldast undanfarin ár með tilheyrandi álagi.

Þörf á mikilli uppbyggingu á jörðinni Felli

Ennfremur hafi Vatnajökulsþjóðgarði verið falin umsjá jarðarinnar Fells, sem nær yfir hluta Jökulsárlóns, og þess vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. „Þar er þörf á uppbyggingu frá grunni sem að öllum líkindum mun reynast mjög kostnaðarsöm. Leiða má að því líkur að nauðsynleg uppbygging á Felli, þ.e. bílastæði, gestastofa, salerni o.fl., muni taka allnokkur ár.“ Þá sé í þriðja lagi mikil uppbygging við Dettifoss sem ekki sé enn lokið sem og þörf á ýmsum öðrum framkvæmdum innan þjóðgarðsins.

„Byggja þarf upp göngustíga og salernisaðstöðu víða í þjóðgarðinum auk þess sem aukin viðvera landvarða er nauðsynleg. Ekki er auðvelt að gera nákvæma áætlun um tekjur Vatnajökulsþjóðgarðs af þjónustugjöldum á fyrrgreindum þremur stöðum þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um innheimtuna og gjaldskrá er ekki frágengin. Þegar tekið er tillit til fjölda bifreiða sem átt hafa leið um svæðin undanfarin ár má þó ætla að innheimta af bílastæðagjöldum gæti numið allt að 200 m.kr. á ári verði innheimtan með sambærilegum hætti og í Þingvallaþjóðgarði. Gera má ráð fyrir að sú tala hækki nokkuð á næstu árum með fjölgun gesta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...