Gjaldtaka brýn í Vatnajökulsþjóðgarði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þörf Vatnajökulsþjóðgarðs til að innheimta þjónustugjöld til að standa straum af nauðsynlegri uppbyggingu og þjónustu er brýn,“ segir meðal annars í greinargerð með nýju lagafrumvarpi sem Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi, hún felur meðal annars í sér heimild til þess að innheimta þjónustugjöld í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísað er í því sambandi til þess að slík gjöld hafi um nokkurt skeið verið innheimt í Þingvallaþjóðgarði með góðum árangri.

„Fjölgun gesta í Þingvalla- og Vatnajökulsþjóðgörðum undanfarin ár hefur haft í för með sér mikið álag á náttúru og innviði þjóðgarðanna. Gjaldtaka sem fylgir ytri vexti er mjög þýðingarmikill þáttur í því að uppbygging í þjóðgörðunum svari þeim kröfum sem gerðar eru til móttöku síaukins gestafjölda og þjónustu við hann auk þess að tryggja öryggi gesta og að vernda viðkvæma náttúru þjóðgarðanna fyrir ágangi og koma í veg fyrir frekari skemmdir á henni,“ segir ennfremur í greinargerð með frumvarpinu.

Fram kemur ennfremur að heildarinnheimta vegna þjónustugjalda í Þingvallaþjóðgarði hafi numið um 250 milljónum króna á síðasta ári og að þjóðgarðurinn gerði ráð fyrir að þær verði allt að 270 milljónir króna á yfirstandandi ári. Tekjur af þjónustugjöldum hafi verið varið til nauðsynlegrar uppbyggingar og þjónustu og svo verði áfram. Þrennt komi helst til varðandi þörf Vatnajökulsþjóðgarðs til þess að innheimta þjónustugjöld. Fyrir það fyrsta hafi gestafjöldi í Skaftafelli tífaldast undanfarin ár með tilheyrandi álagi.

Þörf á mikilli uppbyggingu á jörðinni Felli

Ennfremur hafi Vatnajökulsþjóðgarði verið falin umsjá jarðarinnar Fells, sem nær yfir hluta Jökulsárlóns, og þess vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. „Þar er þörf á uppbyggingu frá grunni sem að öllum líkindum mun reynast mjög kostnaðarsöm. Leiða má að því líkur að nauðsynleg uppbygging á Felli, þ.e. bílastæði, gestastofa, salerni o.fl., muni taka allnokkur ár.“ Þá sé í þriðja lagi mikil uppbygging við Dettifoss sem ekki sé enn lokið sem og þörf á ýmsum öðrum framkvæmdum innan þjóðgarðsins.

„Byggja þarf upp göngustíga og salernisaðstöðu víða í þjóðgarðinum auk þess sem aukin viðvera landvarða er nauðsynleg. Ekki er auðvelt að gera nákvæma áætlun um tekjur Vatnajökulsþjóðgarðs af þjónustugjöldum á fyrrgreindum þremur stöðum þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um innheimtuna og gjaldskrá er ekki frágengin. Þegar tekið er tillit til fjölda bifreiða sem átt hafa leið um svæðin undanfarin ár má þó ætla að innheimta af bílastæðagjöldum gæti numið allt að 200 m.kr. á ári verði innheimtan með sambærilegum hætti og í Þingvallaþjóðgarði. Gera má ráð fyrir að sú tala hækki nokkuð á næstu árum með fjölgun gesta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Rafmagnstjakkur til sölu
rafmagns pallettutjakkur til sölu, lyftir ca. 1200 kg. Nánari uppl. í s. 772-299...
215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
Stimplar
...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...