125 leiguíbúðir fyrir aldraða

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nýtt hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og leiguíbúðir fyrir aldraða rísa við Sléttuveg í Fossvogsdal. Hjúkrunarheimilið verður með rúmgóðum einstaklingsrýmum fyrir 99 íbúa. Leiguíbúðirnar fyrir aldraða verða 125 talsins. Í nýrri þjónustumiðstöð verður matarþjónusta, afþreying, tómstundir, heilsurækt, útivist og opið félagsstarf eins og Reykjavíkurborg veitir í þjónustumiðstöðvum sínum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, skrifuðu undir samninga og viljayfirlýsingu um byggingu og reksturinn í dag. 

Byggingarframkvæmdir hefjast seinni hluta þessa árs og er gert ráð fyrir að þeim verði lokið 2019. Í fyrsta áfanga verður nýtt  hjúkrunarheimili byggt og í beinu framhaldi hefjast framkvæmdir við þjónustumiðstöð og leiguíbúðir. Þetta kemur fram í tilkynningu

„Í samningnum sem undirritaður var í dag gætir m.a. þeirrar nýbreytni að Sjómannadagsráð mun byggja, eiga og reka fyrirhugaða þjónustumiðstöð sem samtengd verður Hrafnistuheimilinu og þremur nýjum fjölbýlishúsum með leiguíbúðum Naustavarar, sem einnig er í eigu Sjómannadagsráðs.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Leiguíbúðir við hlið þjónustumiðstöðvar

Leiguíbúðirnar verða í fjölbýlishúsi og við hlið fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg og á byggingarreit við Skógarveg. Meirihluti íbúðanna, sem eru 125 talsins, verður frá 50-70 m2 en einnig verða byggðar 70-85 m2 hjónaíbúðir og nokkrar 90 m2 íbúðir eða stærri. Í starfsemi leiguíbúðanna er lögð höfuðáhersla á nálægð við hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð þar sem aldraðir hafa aðgang að fjölbreyttri þjónustu, þar á meðal sérhæfðri þjónustu í samræmi við einstaklingsbundna þörf.

„Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, segir að ráðið hafi rutt brautina hvað þessa áherslu varðar á íbúðaleigumarkaði fyrir aldraða hér á landi. Markmiðið sé að þeim sem kjósa að búa á eigin vegum sé gert það kleift í öruggu umhverfi sem lagað er að mismunandi þörfum aldurshópsins,“ segir jafnframt í tilkynningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert