Hefði getað sloppið við svipugöngin

Frá fundinum.
Frá fundinum. mbl.is/Golli

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það væri jákvætt ef viðskiptamenn hættu að kasta reyksprengjum og tækju ábyrgð á gjörðum sínum. Hún óskar í raun eftir því að Ólafur Ólafsson biðjist afsökunar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingsis sem núna stendur yfir.

Ólafur svarar: „Ég er ekki hér sem fórnarlamb, ég tel innilega að ég hafi ekki gert neitt rangt. Þó ég hafi kannski valdið einhverjum vonbrigðum og ég biðst afsökunar á því.“ Þá ítrekar Ólafur að hann hafi komið sjálfviljugur á fund nefndarinnar.

Birgitta Jónsdóttir bendir að Ólafur sé engu að síður í fórnarlambshlutverki, en hann skömmu áður sagði hann: „Ég hefði getað sloppið við að koma í þessi svipugöng í dag. Ég kom hingað til að reyna að byggja upp traust og svara eftir minni bestu getu.“

Þá spyr Birgitta hann út í það af hverju hann hafi óskað eftir því að koma fyrir nefndina, í ljósi þess að gögnin sem hann hefur lagt fram séu ekki ný. Það er fátt um svör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert