Sakar íslenskan lækni um dónaskap

AFP

Bandaríski fyrirlesarinn Robert Spencer, sem fullyrti að það hafi verið eitrað fyrir sér á veitingahúsi í Reykjavík, segir að læknir sem meðhöndlaði hann hafi verið dónalegur.

„Hann gerði lítið úr því sem gerðist en það er greinilegt samkvæmt læknaskýrslunni að það fundust í mér amfetamín og MDMA (e-töflur). Læknirinn sagði mér bara að ég væri með rítalín í blóðinu og virtist fullur efasemda þegar ég sagði honum að ég hefði aldrei tekið inn rítalín,“ sagði Spencer í viðtali við fréttasíðuna Breitbart. Sú síða er afar umdeild.

Stephen Bannon, sem er náinn ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, stýrði henni um tíma.  

Robert Spencer.
Robert Spencer. Ljósmynd/Wikipedia

„Hann minntist aldrei á MDMA við mig. Ég sá það bara þegar ég skoðaði skýrsluna löngu síðar. Hann sagðist halda að mistök hafi verið gerð við prófin og ég hefði bara fengið kvíðakast. Það er samt sem áður einkenni of stórs skammts af MDMA,“ segir Spencer.

„Hversu mikið eitur er hægt að gefa manni þannig að það verði „alvarlegt“? Ég var með helstu einkenni of stórs skammts af MDMA. Það er nógu alvarlegt fyrir mig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert