„Þetta var jákvæður fundur”

Næsti fundur verður á þriðjudaginn.
Næsti fundur verður á þriðjudaginn. mbl.is

„Þetta var jákvæður fundur,” segir Valdi­mar Leó Friðriks­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, eftir fund með samninganefnd ríkisins. Næsti fundur verður á þriðjudaginn 23. maí kl. 11. 

Á fundinum er unnið að því að semja um vanefndir á bókun um kjör og form á ráðning­um sjúkraflutningamanna í hlustastörfum sem kveðið var á um í kjara­samn­ingi frá des­em­ber 2015.

„Ég á von á því að við náum að semja um þetta án þess að til þess komi,” segir Valdimar aðspurður hvort hann telji að það muni koma til þess að senda vanefndir bókunarinnar til ríkissáttasemjara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert