Guðmundur Íslandsmeistari í skák

Héðinn Steingrímsson og Guðmundur Kjartansson mættust við taflborðið. Þar hafði …
Héðinn Steingrímsson og Guðmundur Kjartansson mættust við taflborðið. Þar hafði Guðmundur betur.

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er Íslandsmeistari í skák eftir að hafa sigrað Héðin Steingrímsson í magnaðri sigurskák. Fyrir skákina hafði Héðinn 7½ vinning en Guðmundur 7 vinninga.

Guðmundur þurfti því nauðsynlega að vinna skákina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands.

„Frá upphafi setti Guðmundur pressu á Héðin sem brást í bogalistin þegar hann bauð upp á drottningauppskipti í kringum í 40. leik sem leiddi til tapaðs endatafls. Guðmundur innbyrti svo vinninginn af miklu öryggi. Gríðarlega vel teflt hjá Guðmundi sem tefldi frábærlega á mótinu. Héðinn tefldi einnig afar vel á mótinu og hreint ótrúlegt að 7½ vinningur í 8 skákum dugi ekki til sigurs,“ segir enn fremur. 

 Dagur Ragnarsson varð þriðji með 5½ vinning á sínu fyrsta Íslandsmóti. Einstaklega góður árangur. Með frammistöðu sinni tryggði Dagur sér sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.  

Lokastaðan: 

  • 1. Guðmundur Kjartansson (2437) 8 v.
  • 2. Héðinn Steingrímsson (2562) 7½ v.
  • 3. Dagur Ragnarsson (2320) 5½ v.
  • 4. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) 5v.
  • 5. Davíð Kjartansson (2389) 4½ v.
  • 6.-7. FM Sigurbjörn Björnsson (2268) og Björn Þorfinnsson (2407) 4 v.
  • 8. Guðmundur Gíslason (2336) 2½ v. 
  • 9.-10. Bárður Örn Birkisson (2162) og Vignir Vatnar Stefánsson (2334) 2 v.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert