„Allt með kyrrum kjörum“

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson

„Það er allt með kyrrum kjörum núna. Þetta er eins og hefur oft verið eftir að gosinu lauk. Ekkert óvenjulegt en við fylgjumst vel með,“ segir Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar. Tveir stór­ir jarðskjálft­ar urðu í Bárðarbungu í gærkvöld, 3,9 og 3,8 að stærð.

„Það tæmdist mikil kvika í gosinu og núna er þetta að fyllast allt aftur með tilheyrandi skjálftavirkni,“ segir Sigríður Magnea.

Skjálftarnir urðu í norður- og norðvesturhluta öskjunnar sem liggur á eystra gosbeltinu.

Sigríður Magnea segir ómögulegt að segja til um hvenær næsta gos verði á svæðinu. 

Bárðarbunga í Vatnajökli er víðáttumesta eldstöð landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert