Hófu kosningabaráttuna í Valhöll

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti ávarp.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti ávarp. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina. Þingið fór fram dagana 19. og 20. maí og sóttu það um 250 manns. Unnið var að stefnumótun á vettvangi sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði fundargesti.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði fundargesti. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Á þinginu fluttu sérstök ávörp þau Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í Reykjavík, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Gísli Kr. Björnsson, formaður fulltrúaráðsins Varðar, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins.

Í tilkynningu frá Verði segir, að í ályktunum þingsins komi fram að lóðaskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipulagsmál heldur líka velferðarmál.

Tilverugrundvöllur að eiga þak yfir höfuðið

„Að eiga þak yfir höfuð sér er ekki bara einhver statístík heldur tilverugrundvöllur, lífið snýst um að búa börnunum sínum gott heimili í hverfi þar sem þau sækja skóla og vaxa úr grasi. Skipulagsmál eru ekki kort og tölur, þau snúast um lífið sjálft. Sjálfstæðimenn vilja tryggja að ávallt sé nægjanlegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjald verði fellt niður. Þannig verði tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum séu seldar á kostnaðarverði.“

Þá segir að sjálfstæðismenn leggi áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og bendi á að góðar samgöngur séu undirstaða nútímalífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. „Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hafi þetta m.a. valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði. Þá komi fram að öryggi í umferðarmálum hafi vikið fyrir gæluverkefnum undir stjórn núverandi meirihluta. Nauðsynlegt sé að forgangsraða í þágu viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi höfuðborgarinnar með öryggi að leiðarljósi.“

Vilja aukið sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi

Í skólamálum vilja sjálfstæðismenn auka fjölbreytni í skólastarfi og fjölga valkostum í námsleiðum og rekstrarformi skóla. Meta þurfi hvort skóli án aðgreiningar hafi skilað tilætluðum árangri og hvaða áhrif sú stefna hafi haft á kennara, nemendur og foreldra þeirra. Áhersla verði færð frá miðstýringu í átt að auknu sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi. Þá er lagt til að fjármagn til náms fylgi hverjum nemanda og að stjórnendur hafi svigrúm til að stýra skólum sínum með ólíkum áherslum. Þannig verði fjölbreytni í skólastarfi aukin og valkostum fjölgað.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn vill að útsvar verði lækkað í áföngum og komið niður fyrir meðalútsvar á landsvísu á næsta kjörtímabili. Markmið til lengri tíma er samkvæmt ályktun þingsins að útsvarið fari í lögbundið lágmark. Mikilvægt sé að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og hverfa frá þeim lausatökum sem viðgengist hafa í tíð núverandi meirihluta.

Vilja afnema skyldu um að fjölga borgarfulltrúum

Að lokum lýsti þing Sjálfstæðismanna í Reykjavík sig fylgjandi því að afnumin verði sú skylda sem hvílir á Reykjavíkurborg samkvæmt lögum að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í að minnsta kosti 23 við næstu sveitarstjórnarkosningar.

Ályktanir þingsins má finna hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innnes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »

„Við höldum okkar striki“

14:22 „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
ICELANDIC and ENGLISH F. FOREIGNERS - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 4/9, 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 1/5, 28/6 4 w...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...