Hófu kosningabaráttuna í Valhöll

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti ávarp.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti ávarp. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina. Þingið fór fram dagana 19. og 20. maí og sóttu það um 250 manns. Unnið var að stefnumótun á vettvangi sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði fundargesti.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði fundargesti. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Á þinginu fluttu sérstök ávörp þau Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í Reykjavík, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Gísli Kr. Björnsson, formaður fulltrúaráðsins Varðar, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins.

Í tilkynningu frá Verði segir, að í ályktunum þingsins komi fram að lóðaskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipulagsmál heldur líka velferðarmál.

Tilverugrundvöllur að eiga þak yfir höfuðið

„Að eiga þak yfir höfuð sér er ekki bara einhver statístík heldur tilverugrundvöllur, lífið snýst um að búa börnunum sínum gott heimili í hverfi þar sem þau sækja skóla og vaxa úr grasi. Skipulagsmál eru ekki kort og tölur, þau snúast um lífið sjálft. Sjálfstæðimenn vilja tryggja að ávallt sé nægjanlegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjald verði fellt niður. Þannig verði tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum séu seldar á kostnaðarverði.“

Þá segir að sjálfstæðismenn leggi áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og bendi á að góðar samgöngur séu undirstaða nútímalífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. „Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hafi þetta m.a. valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði. Þá komi fram að öryggi í umferðarmálum hafi vikið fyrir gæluverkefnum undir stjórn núverandi meirihluta. Nauðsynlegt sé að forgangsraða í þágu viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi höfuðborgarinnar með öryggi að leiðarljósi.“

Vilja aukið sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi

Í skólamálum vilja sjálfstæðismenn auka fjölbreytni í skólastarfi og fjölga valkostum í námsleiðum og rekstrarformi skóla. Meta þurfi hvort skóli án aðgreiningar hafi skilað tilætluðum árangri og hvaða áhrif sú stefna hafi haft á kennara, nemendur og foreldra þeirra. Áhersla verði færð frá miðstýringu í átt að auknu sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi. Þá er lagt til að fjármagn til náms fylgi hverjum nemanda og að stjórnendur hafi svigrúm til að stýra skólum sínum með ólíkum áherslum. Þannig verði fjölbreytni í skólastarfi aukin og valkostum fjölgað.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn vill að útsvar verði lækkað í áföngum og komið niður fyrir meðalútsvar á landsvísu á næsta kjörtímabili. Markmið til lengri tíma er samkvæmt ályktun þingsins að útsvarið fari í lögbundið lágmark. Mikilvægt sé að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og hverfa frá þeim lausatökum sem viðgengist hafa í tíð núverandi meirihluta.

Vilja afnema skyldu um að fjölga borgarfulltrúum

Að lokum lýsti þing Sjálfstæðismanna í Reykjavík sig fylgjandi því að afnumin verði sú skylda sem hvílir á Reykjavíkurborg samkvæmt lögum að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í að minnsta kosti 23 við næstu sveitarstjórnarkosningar.

Ályktanir þingsins má finna hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

11:52 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...